Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 19
Í s l e n s k i b æ r i n n TMM 2014 · 1 19 áföst sjálfri húsatorfunni eða steinsnar í burtu; hesthús, heytóftir, fjárhús, lambhús, hrútakofar, hænsnakofar, kartöflukofar, brunnhús, varir, byrgi og hjallar. iii „Hús“ er hægt að klára, það fær á sig heildstæða mynd. Bær er ferli sem spinnur sig áfram af innri nauðsyn. Þess vegna er ekki hægt að ljúka við bæinn. Hús er hægt að teikna og byggja eftir teikningunni. Bæ er hins vegar ekki hægt að teikna fyrirfram heldur þróast útlínur hans í lífrænu ferli eftir því sem þörf knýr á um breytingar eða endurbætur og teiknar þannig jafn- óðum sína eigin þrívíðu teikningu á líftíma sínum. Íslenski bærinn3 er lif- andi húsaþyrping sem hverfist um kjarna sem hvorki er fyrst og fremst rúm- fræðilegur né sjónrænn, heldur markast af aðdráttarafli lifandi nærveru. Bær byggir á náttúrulegri forskrift, tungumáli handanna og líkamans. Karl- arnir sögðu að oft hafi verið miðað við axlarhæð þegar hlaðnir voru veggir í útihúsum. Stundum teygðu hlaðnir veggir sig upp í tvöfalda axlarhæð, til að mynda við tvílyft stofuhús eða í innra byrði hlöðuveggja. Það er náttúruleg hvöt manna að reyna á þanþol þess efnis sem þeir hafa milli handa. Þegar komið er inn í sjálfa baðstofuna miðast hlutföll og stærðir annars vegar við líkamann í láréttri stöðu, þ.e. rúmin, og hins vegar við fjarlægð/ nálægð milli fólks sitjandi á þessum rúmum hvert á móti öðru. Fjarlægð milli rúma er ekki meiri en svo að koma megi fyrir borði, eina lausa hús- gagninu í rýminu að undanskilinni einni og einni fatakistu, sem gegnir um leið hlutverki sætis eða borðs, meðfram rúmstokkum og ef til vill tilfallandi stól. Hæð undir rjáfur þar sem sperruendar mætast í ríflega mannhæð, er rúmmál ekki meira en svo að vel mönnuð baðstofa fær góðan yl frá líkams- hitanum einum. Í þessu rými er ekkert eldstæði að finna en yngri og eldri líkamsofnar leggjast á eitt sem hitagjafar. Veggir lágir, súðin tiltölulega brött. Í þétt sniðnu alrými verður allt að vera á sínum vísa stað og lífsstíll í föstum skorðum. Kambar og snældur undir sperru, prjónles í tínum og lárum, föt og munir í koffortum, kistum eða undir koddum, kannski kver á syllu eða bækur á hillu, koppur undir rúmi; – og ljósið slökkt á sínum tíma milli nátt- mála og miðnættis. iv Rúmlengd er tiltölulega föst mælieining í baðstofurýminu og gengur undir nafninu stafgólf. Nafnið má rekja til þess þegar rúmlengd var mörkuð á milli innstafa í skálum með ásaþaki. Í öllum baðstofum frá seinni hluta 19. aldar eru komin sperruþök, en stafir eða stoðir eru engu að síður oft enn fyrir hendi milli rúmbálkanna í baðstofum þó þær gegni ekki lengur veigamiklu hlutverki í burði þaksins. Eitt stafgólf er því ein rúmlengd. Þessi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.