Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 27
Í s l e n s k i b æ r i n n TMM 2014 · 1 27 vefa úr rótum sínum þéttan seigan svörð. Gömlu og nýlega fengnu grjóti, ýmist stuðluðu hrauni, köntuðum hellum, sæmáðum hnullungum eða móbergs- kubbum er endurraðað í veggjarlengjum og tóftum. Torfi og hnausum, sem bera með sér milda járnblandaða mýrarlykt, er staflað fimlega upp og moldin þétt troðin með veggjarsleggjum og stutlum. Húslaupur felldur saman, gert þak, gluggar og hurðir settar í, búshlutum komið fyrir á sinn stað svo og eldavél og strompi, og kveikt upp. Handverk sem stundað er kynslóð fram af kynslóð þróast og fágast, útfærslur verða fjölbreyttari og djarfari. Í byggingarferli torfhússins gera maður og náttúra með sér sáttmála einu sinni til tvisvar á hverri kynslóð, mann fram af manni var byggt og endur- byggt á sama staðnum uns samhljómur náðist við landkosti og veðurskilyrði. Líta má á þetta ferli sem helgiathöfn; hreinsun og endurfæðing staðarins, hússins og íbúanna.15 Bærinn, gamli bærinn bjó til bæjarhólinn á löngum líftíma sínum og samlagaðist honum um leið og hann blés í hann lífi. Á þessum hólum komst þjóðin á legg, í völundarhúsi íslenska bæjarins urðu Íslendingar íbúar í landinu. Í gegnum aldirnar voru grænu ávölu bæjar- þúfurnar einkenni íslenskra sveita. Íslenski bærinn er sendiboði landsins sem ber með sér mikilvæg skilaboð. viii Í öndverðu byggðu landnámsmenn skála, hinn svokallaða eldaskála. Þetta var einfalt gímald með eld í gólfi, ætlað fólki og jafnvel búfé. Öldum seinna hafði bærinn tekið á sig flókna mynd, dularfulla og inngróna húsaþyrpingu, samvaxna bæjarhólnum grafna inn í hann þar sem því var við komið. Við enda ganga hefur baðstofan16 orðið til sem mjúkur hjúpur utan um hlýjuna þótt eldurinn sé horfinn. Nú rýkur taðreykur úr hlóðum í sérstöku eld- húsi þar sem hangikjötið dinglar niður úr skammbitum í reykfylltu rjáfri og flatkakan kætist á glóðinni. Baðstofan er alltaf hærri en jörðin, stéttin og dyrahellan fyrir utan. upp í baðstofuna liggja eitt eða fleiri þrep eða einfaldur stigi liggur upp á baðstofuloftið. Þegar líður fram á 20. öld er orðið jafn líklegt að flatkökur, laufabrauð og kleinur séu bakaðar á eldavélum og út úr ofnum komi þríeykið jólakaka, marmarakaka og brúnkaka í eldhúsum sem komið hefur verið fyrir í norðurenda baðstofunnar, oftast þá með glugga í vestur. Þar sem ekki nýtur gólfhita frá nálægð jórtrandi kúa kraumar í pottum undir baðstofuloftinu og eldhúsglugginn snýr ýmist á hlað út eða í sólarátt í samræmi við útsjónarsemi og landshlutabundnar hefðir. Séð úr fjarlægð eða úr lofti sjáum við reyk úr strompi og eftir atvikum bregður fyrir grænu, grábrúnu eða hvítu þaki inn í húsatorfunni sem sjálf er eins og annað þak á bæjarhólnum sjálfum. Litir bæjarþorpsins felast í lit- brigðum grassins frá safaríkum grænum sumarlitum sem fá yfir sig grábrúa slikju yfir vetrartímann. Þar sem svörðurinn, þéttur kökkur af mold og rótum, snýr út í veggjum má greina margvíslega tóna af jarðlitum, allt frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.