Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 48
J ó n Ó s k a r S ó l n e s 48 TMM 2014 · 1 *** Þófið í myrkrinu hafði nú staðið svo lengi að mönnum var ekki skemmt. Eitt var að rata ekki að afleggjaranum í fyrstu atrennu, annað var að eigra um hálfblindir og varnarlausir fyrir klaufaskap í framandi og þrúgandi náttmyrkri þar sem að jafnaði voru ekki aðrir á ferð en vígamenn Tígranna. Auk þess var myrkrið svo algjört að útilokað hefði verið að útskýra fyrir venju legu nútímafólki frá Evrópu hvernig var að ná áttum og auðvitað voru friðargæsluliðarnir einmitt það: venjulegir menn frá einhverju friðsælasta svæði heims. Kilinochchi breyttist í svarthol á stríðsárunum þegar dimma tók. Engin voru umferðahljóðin, ekki einu sinni í stakri skellinöðru eða þrí- eykisreið, Tuc-tuc. Aðeins svört nóttin og tifandi skordýrahljóð. Hvergi glitti í ljóstíru enda var fyrirskipunum Tamíla tígra um algjöra stríðsmyrkvun hlýtt út í ystu æsar. Myrkrið var rakt og heitt og ógnvekjandi. Gæsluliðarnir norrænu fundu fyrir afskaplega óþægilegu varnarleysi. Eftir að því er virtist heila eilífð gerðist þó það merkilega að augun fóru hægt og bítandi að greina misfellur í náttmyrkrinu. Þeim yngsta í hópnum tókst að lokum að sjá móta ógreinilega fyrir vatnstankinum mikla í Kili framundan á hægri hönd. Bílstjórinn hafði fyrr um kvöldið nefnt þetta sem kennileiti í grennd við hliðargötuna að bækistöðvum sveitarinnar. Kom þetta ráð nú að góðum notum þótt enginn hefði gefið því sérstakan gaum þegar um var talað. Nokkrum skrefum seinna kom flokkurinn sér í náttstað. Þar lá reyndar við stórslysi þótt það yrði ekki rætt síðar. Tamílsku öryggis- vörðunum við hliðið varð svo bilt við að sjá þessa nátthrafna fótgangandi í átt að húsinu að þeir tóku sér stöðu með kínversku hríðskotarifflana á lofti og mátti heyra öryggið tekið af. Hópurinn stóð grafkyrr. Andartakið var furðulangt en eftir að ljóskastara var beint að mönnunum sáust vopnin loksins síga. Nýliðanum sem hafði átt að vísa veginn virtist ekkert sérlega brugðið þótt gremjulegir yfirmenn friðargæslusveitarinnar hefðu þurft að eigra á eftir honum í myrkrinu með háttsettan stjórnarerindreka í för í meira en klukkutíma á hans ábyrgð. Við nánara spjall í kjölfarið af náttgöngunni kom í ljós að maðurinn ungi reyndist, eins og svo margir á svona slóðum, draumóramaður sem meðal annars hafði, ef hægt var að taka hann trúan- legan, boðist sjálfviljugur til að berjast með skæruliðum í Tsjetníu gegn rússneska hernum. Eitthvað hafði hann verið að hræra í fjarlægum trúar- brögðum og virtist hafa mikinn áhuga á dulspeki. Frásögn hans var látlaus en afar sannfærandi. Nú var hann kominn til Srí Lanka án þess að hafa gert önnur framtíðarplönin en að hafa vetursetu í frumskógarbænum Kíli- nochchi þar sem enginn vetur var. Í bænum sem vakti Sinhölum í suðri alltaf ugg þegar hann var nefndur á nafn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.