Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 53
Tj a l d a ð u r s k á l i
TMM 2014 · 1 53
Vegna greinar um Sigurð Örlygsson, upplýsingar um stærð myndanna og
hvenær þær eru málaðar. Er ekki rétt að þessar upplýsingar komi fram undir
myndunum ?
Aint she sweet - 1997 274 x 180 olía á striga – ljósmynd: Sigurður Örlygsson
Teygjubyssa týnda sonarins 1998 olía á striga 120 x 200 olía á striga – ljós-
mynd: Jón Axel Egilsson
Húsið Brennur 1999 180 x 180 olía á striga – ljósmynd: Jón Axel Egilsson
hafið var undarlegt og má rekja til þess að árið áður var ég beðinn um að
mála mynd af jazzleikaranum Miles Davis, afmælisgjöf handa Vernharði
Linnet sem þá varð fimmtugur. Þegar ég málaði Miles varð mér ljóst að
ég réði við að mála andlit. Myndröðin byrjaði með börnunum mínum og
konunni minni en þróaðist svo yfir í alla ættina og bernskuheimilið. Þegar
kom að æskunni í Laugardalnum blossuðu upp í mér miklar tilfinningar,
bæði ást og reiði. Þessu skeiði lauk árið 2002 og afraksturinn varð hátt á
þriðja tug mynda.“
Frá fyrri hluta þessa tímabils má nefna verkið „Sónata,“ málað 1995. Í
báðum gluggunum á svefnherbergi þeirra hjóna í húsinu við Skerplugötu
er birta en Arnljótur, ungur sonur þeirra leggur eyrun við hljómkviðu
alheimsins.
Á öðru verki frá sama tímabili: „Kærleikskleinur,“ (1996) blæs Ingveldur
kona Sigurðar börnum þeirra í silfurfat á höfði málarans.
Málverkið „Ain’t she sweet“, er meðal best heppnuðu verka Sigurðar. Þrátt
fyrir mikla uppákomu er þetta verk hófstillt í formi og ber þessi vitni að á
þessu ári (1997) hefur málarinn, þegar hann snýr sér að æsku sinni, náð full-
komnu valdi á list sinni. Hér fer saman handbragð meistara í tækni, tjáningu
og litameðferð. „Ain’t she sweet“, er listaverk sem helstu söfn veraldar mættu
vera fullsæmd af að hafa í sölum sínum. Eitt málverk er allt sem þarf til að
tryggja sér eilíft líf.
Á verki frá 1998, „Teygjubyssa týnda sonarins“, má sjá háð í uppgjöri við
Kærleikskleinur – 1995, 183 x 270 cm, olía á striga. Ljósm.: Sigurður Örlygsson.