Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 82
82 TMM 2014 · 1 Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Við legstein ömmu minnar og afa Amma mín hvílir við hlið afa míns í kirkjugarðinum í þorpinu þar sem þau hófu sinn búskap. Hún hefur nú hvílt þar í rúm tvö ár. Afi minn heitinn beið hennar þar í þrjátíu og sex ár áður en þau voru sameinuð í gröfinni. Þrjátíu og sex löng ár ímynda ég mér þótt ekki viti ég hvaða lögmálum tíminn lúti í kistu í jörðinni. Ég átta mig betur á þeim tíma sem amma mín þurfti að þreyja áður en hún dó. Tíminn er minn helsti óvinur. Amma mín var tuttugu og þriggja ára þegar hún og afi staðfestu ráð sitt. Hann var tuttugu og sjö ára. Hún dró andann í þrjátíu og sex ár án hans. Þrjátíu og sex ár í einsemd að ég tel. Amma talaði þó ekki af sér. Ég held að sá dagur hafi ekki liðið að hún hugsaði ekki til hans, saknaði hans, var bitur út í tilveruna fyrir að hafa tekið hann frá sér og látið hana draga andann í einsemd í þrjátíu og sex ár. Dreg ég andann í einsemd? En hún naut þess að fá tækifæri til að næra fólk og það var oft gestkvæmt hjá henni. Og aldrei kom mér til hugar þegar ég var barn að hún gæti verið einmana og umkomulaus í öllum gestafansinum. Þar að auki talaði hún ætíð eins og sú sem valdið hefur, veit sínu viti og hefur bein í nefinu. Kannski skynjaði ég þessa einsemd á óljósan hátt sem barn. Núna, þegar ég legg aftur augun fyrir framan legsteininn, þykist ég sjá einsemd í augum hennar þar sem hún bograr yfir kraumandi pottunum í eldhúsinu. Í minningunni sit ég við eldhúsborðið og bíð óþreyjufullur eftir að maturinn verði loksins lagður á borð. Hefðbundinn heimilismatur. Þegar maturinn var lagður á borð og ég tók til matar míns borðaði hún ekki. Hún drakk kaffi og horfði á mig matast. Ég fæddist ellefu mánuðum eftir að afi minn dó og ber sama nafn og hann. Amma mín átti það til að vera orðhvöss eins og sú sem þurft hefur að standa á sínu. Og núna finnst mér ég sjá byrði markaða í ásjónu hennar. Byrði sem einhvern tímann hlóðst upp í vegg sem átti erfitt með að hleypa ástúð og væntumþykju í gegn um sig. Þó varð maður þess áskynja, einkum og sér í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.