Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 83
Vi ð l e g s t e i n ö m m u m i n n a r o g a fa TMM 2014 · 1 83 lagi fyrir tilstuðlan matseldar hennar, að hún bjó yfir slíkum eiginleikum. Allur matur sem hún gerði eitthvað úr skildi eftir sig vellíðan. Einhvern veginn skynjaði ég þá væntumþykju sem hún hefði getað veitt sínum nánustu ef hlið veggjarins hefðu opnast við og við til að hleypa henni í gegn. Þetta þykist ég alltént sjá eða skynja núna. Maður þarf ekki að elda kryddlegin hjörtu til að segja: Mér þykir vænt um þig. Ég veit ekki hvort amma mín var búin að venjast því að vera án afa míns þegar ég fæddist. Hún hafði fengið tíma til að venjast tilhugsuninni. Afi veiktist nefnilega af illvígum sjúkdómi sem lét hann veslast upp smám saman ár eftir ár uns lítið sem ekkert varð eftir af honum nema stjörnur í augum þegar hann horfði á ömmu mína. Ímynda ég mér. Svo slokknaði á stjörnunum og bið afa og einsemd ömmu hófst. Gæti ég sagt að þessi sjúkdómur hafi verið ógeðslegur, andstyggilegur, ófétislegur, viðbjóðslegur, viðurstyggilegur ef amma mín hefði ekki svo oft sagt við mig: Óli minn, enginn getur að sinni tilveru gert. Sjúkdómur þessi væri læknanlegur nú til dags. Ef ég á að vera hreinskilinn veit ég ekki hvort ég get sagt að amma mín hafi verið góð manneskja í lifanda lífi. Reyndar veit ég ekki heldur samkvæmt hvaða mælikvörðum ég hef mótað mér þann skilning. Engu að síður er ég á því að hún hafi ævinlega viljað vel. Ekki var þó alltaf hægt að draga þá ályktun af hegðun hennar, atferli og gjörðum. Það er að segja eins og það er í minningunni ef ég ákveð að veiða fleiri en eina tegund minninga. Flestum vildi hún allavega vel. Hvað verður sagt um mig eftir að ég hætti að draga andann, blóðið hættir að renna í æðum mínum og líkamanum verður holað í jörðina? Næ ég að vinna mér inn nafngiftina: hann var góður maður? Amma mín var gjörn á að tala um samferðafólk sitt. Sumir myndu segja að hún hafi slúðrað. Hún neitaði því þó ávallt að búa yfir rætnum tungum eða þá tungum tveim. Vildi hún meira að segja meina að aldrei hefði hún látið styggðaryrði falla um nokkra manneskju. Því hélt hún oft fram skömmu eftir að hafa tæpt á honum Árna heitnum aumingja, syni hennar Unnar í Brekku, dóttur Jóns prófasts, þess hins sama og átti lausaleikskrógann með fóstur- dóttur sinni og var drykkfelldur meira en góðu hófi gegnir. En Árni heitinn sjálfur var víst, að hennar sögn, óttaleg lydda og ræfilstuska. Blessaður karlanginn. Svona talaði fólk í gamla daga. Líkt og gefur að skilja var amma mín af gamla skólanum. Lítið fór fyrir skólagöngu. Amma var af því sauðahúsi sem þekkinguna svo að segja erfði. Hún lærði án þess að vera beinlínis kennt, kunni án þess að læra og vissi án þess að glugga í bækur. Þó var hún ekki á þeirri sígildu skoðun að sjaldan verði bókvitið í askana látið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.