Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 85
TMM 2014 · 1 85 Stefán Steinsson Heródótusi fylgt úr hlaði Nóbelsskáldið Ísak Basévis Singer skrifaði sínar bækur á jiddísku. Eitt sinn var Singer spurður hvaða tilgang það hefði að rita ódauðlegar bókmenntir á tungu sem tæpast nokkur notaði lengur: Flestir væntanlegir lesendur höfðu gufað upp frammi fyrir tækninýjungum þeirra þýsku. Ekki man ég hverju Singer svaraði en sagan er góð engu að síður. Og ég nefni þetta hér í upp- hafi af því það er líka spurning hvers vegna maður er að þýða stykki eins og Rannsóknir Heródótusar á tungu sem er kannski deyjandi og menn eru kannski við það að hætta að nota. Íþróttafréttamenn hafa lengi gengið á undan með vondu fordæmi og sagt: Þeir eru að gera þetta mjög vel og Hvar var hann með hendurnar sínar? Stöð tvö hefur alla tíð gengið á undan með vondu fordæmi og breytt lausamjöll í púðursnjó, hríð í snjóstorm og þaki heimsins í topp heimsins. Fyrirtæki eru æst að breyta tungunni í ekki neitt, hætta að tala um Flugleiðir og segja Icelandair, bráðum verður hætt að tala um Flugfélag Íslands og eingöngu sagt Air Iceland. Og öll vilja þau heita eitthvað Group. Eftir 100 ár geta engir lesið þýðingu mína nema fræðimenn. Svarið við spurningunni er því: Það er hrein og bein helvítis árátta og ekkert annað. Nú víkur sögunni vestur til Breiðafjarðardala. Þetta ævintýri hófst í raun og veru á því að ég lét byssuleyfi mitt renna út án þess að aðhafast nokkuð. Ég hafði fengið byssuleyfi á Akranesi 1985. Þá settist maður í sófasettið hjá lögreglustjóra, svaraði þremur spurningalistum og var kominn með byssuleyfi. Einnig voru lesnar myndasögur. Ég hef skotið 4½ rjúpu um dagana. Þá síðustu skutum við tveir saman. Hún sé rólega til jarðar og var úrskurðuð látin á staðnum eins og til stóð. Ég seldi haglabyssuna önfirskum friðflytjanda enda var hipsumhaps hvort skotin vildu yfirleitt koma út úr henni. Önfirðingurinn flutti nokkra pappakassa fyrir mig í mestu friðsemd frá Ísafirði til Þingeyrar og vildi byssuna. Þegar ég gerðist læknir í Búðardal las ég Dægradvöl og fannst ég fjarskalega illa menntaður. Ég öfundaði Gröndal að hafa getað legið með byssu úti í móa og skotið fugla milli þess sem hann gluggaði í Hómer á frummálinu. Nú mátti ekki lengur skjóta hvaða fugl sem var og ég orðinn byssulaus. Ég sneri mér því að því að læra grísku í staðinn. Það átti betur við mig en þetta skytterí. Ég vissi aldrei almennilega hvert ég átti að skjóta. Hins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.