Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 97
TMM 2014 · 1 97 Silja Aðalsteinsdóttir Ár englanna og ofurfóstrunnar Leikhúsárið 2013 Hvernig var leikhúsárið 2013 í Reykjavík? Eitthvað sérstaklega minnisstætt – fyrir hvað það var gott, merkilegt, nú, eða vont? Á einkalista mínum kemur í ljós að mér hafa þótt þrjár sýningar mjög áhrifamiklar, þrjár afspyrnuvondar og afgangurinn þar á milli, er það ekki ágæt dreifing? Hér á eftir verða rifj- aðar upp, alveg ábyrgðarlaust, eftirminnilegustu sýningarnar. Gaman Mesta skemmtunin sem lagt var upp til á árinu var söngleikurinn um ofurbarnfóstruna Mary Poppins sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu í febrúar undir stjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Frumsýningin tókst að vísu ekki að öllu leyti vel því tæknin brást á versta tíma – þegar Gói var að ganga upp vegg í hlutverki Berts sótara. En það reyndist sannarlega fararheill því sýningin gekk og gekk fyrir fullu húsi í nærri ár. Ástæðurnar fyrir velgengninni voru sjálfsagt margar en ein sú helsta var einfaldlega hversu impónerandi sýningin var: stór, mannmörg, tæknileg, litrík, fjörug – og flott. Sum dansatriðin gerðu mann alveg agndofa, til dæmis dans sótaranna á þakinu. Þar naut húsið Íslenska dansflokksins sem getur allt sem af honum er krafist, dansað, leikið og sungið. Önnur ástæða var hvað Jóhanna Vigdís Arnardóttir fór vel með aðalhlutverkið. Hún er glæsileg leikkona, átti auðvelt með að vera gustmikil í hlutverkinu eins og við á og hefur þessa skínandi hljómmiklu og fallegu rödd sem líka er nauðsynleg. Börnin í stærstu hlutverkunum voru eins og atvinnumenn, fóru vel með texta bæði í söng og tali og léku óþekktarorma Bankshjónanna af innlifun (ég sá Rán Ragnarsdóttur og Gretti Valsson en hef sannfrétt að krakkarnir sem léku á móti þeim hafi líka verið afbragðsgóðir). Minna fór fyrir öðrum leikurum en allir fóru þó prýðilega með sitt. Í haust efndi Leikfélag Reykjavíkur til annarrar gamansýningar sem einnig gekk og gekk. Það var gamli Jeppi á Fjalli eftir Holberg sem Benedikt Erlingsson leikstýrði. Benedikt bjó til eins konar kabarettsýningu úr Jeppa og umbúðirnar urðu nægilega miklar, bæði sviðsbúnaður og tónlistin sem framleidd var af tónlistarmönnum á sviðinu, til að kæfa söguna af drykk- fellda danska bóndanum sem yfirstéttin fer svo andstyggilega með. Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.