Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 100
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 100 TMM 2014 · 1 Kristín Jóhannesdóttir setti upp í Kassa Þjóðleikhússins var nöturleg saga um kjör kvenna og stúlkna í veröldinni. Sýningin var litrík og smart þótt efnið væri harmþrungið og þar fékk Þórunn Arna Kristjánsdóttir hlutverk sem verulega reyndi á hana. En helst verður Karma fyrir fugla nú minnst fyrir það að vera síðasta sýningin sem Herdís Þorvaldsdóttir tók þátt í, þessi dáða listakona sem hafði þá heillað íslenska leikhúsgesti í Iðnó og Þjóðleik- húsinu í yfir sjötíu ár. Það er gaman að ungar konur eins og Kristín og Kari Ósk skuli fá tækifæri á fjölum sjálfs Þjóðleikhússins. Í því sambandi má líka minna aftur á sýninguna Núna á litla sviði Borgarleikhússins þar sem Kristín Eysteins- dóttir setti upp einleiki eftir tvo unga höfunda auk Sölku Guðmunds- dóttur, Kristínu Eiríksdóttur og Tyrfing Tyrfingsson. Öll eru þau efnileg og sýningin var stórskemmtileg, aldrei dauður punktur. Gaman og alvara vógust á í Hundalógík eftir Christopher Johnson sem leikhópurinn Fullt hús sýndi í Þjóðleikhúskjallaranum. undir stjórn Bjartmars Þórðarsonar lifnuðu ófáir hundar á þröngu sviðinu og sögðu sögur af sínu hundalífi sem sumar urðu ansi áhrifamiklar og harmrænar. Nærgöngulli var harmurinn í Hvörfum sem Rúnar Guðbrandsson leik- stjóri og fleiri unnu upp úr málskjölum Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og Lab-Loki leikhópurinn sýndi í gamla hæstaréttarsalnum við Lindargötu. Það er borin von að þessi ljóti blettur verði nokkurn tíma þveginn af íslensku réttarkerfi en einmitt þess vegna er brýnt að rifja hann reglulega upp. Skyn- samleg aðferð höfundanna var að sýna ólíkar aðferðir lögreglumanna við yfirheyrslur eftir því hvaða fólk þeir eru að yfirheyra – hvort það á eitthvað undir sér eða ekki. Lab-Loki frumsýndi líka afar forvitnilegt stykki í Tjarnarbíó undir lok árs, Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur sem fjallar um infantílisma – það fyrirbæri þegar fullorðið fólk vill láta fara með sig eins og lítil börn, jafnvel ungbörn. Ég játa fúslega að mér fannst efni verksins ógeðfellt og það tók mig þó nokkurn tíma að komast yfir fordómana. En smám saman hefur eftir- bragðið af þessari sýningu orðið býsna gott, hún sat í mér og hélt áfram að trufla mig lengi á eftir. Það reyndi öðruvísi á leikarana en ég ímynda mér að þeir hafi upplifað áður þótt margreyndir séu og leikurinn var minnilega góður hjá þeim öllum, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur sem lék „mömmu“ og Árna Pétri Guðjónssyni, Stefáni Halli Stefánssyni og Birnu Hafstein sem léku „börnin“ hennar. Þó er freistandi að taka Árna Pétur út úr rétt sem snöggvast, hann var alveg óborganlegur smásnáði og náði líka að sýna það flókna fyrirbrigði sem svona fíkill er. Þar er ekkert einfalt, get ég sagt ykkur. Magnús Geir ræður yfir stóru húsi inni í Kringlumýri en fór samt í útrás á árinu sem leið og frumsýndi í október í Gamla bíói við Ingólfs- stræti umdeilda sýningu á Húsi Bernhörðu Alba eftir Lorca sem Kristín Jóhannesdóttir leikstýrði. Það er ekki eins gott að sitja í Gamla bíói og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.