Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 101
Á r e n g l a n n a o g o f u r f ó s t r u n n a r TMM 2014 · 1 101 Borgarleikhúsinu en sýningin var rosalega flott, svið (Brynja Björnsdóttir) og búningar (Þórunn María Jónsdóttir) afar glæsileg, og loftið hreinlega titraði af bældri kynferðislegri þrá. Ég held að deilurnar hafi ekki aðal- lega snúist um að Kristín valdi að hafa karl í aðalhlutverkinu, Bernhörðu sjálfri, hana lék Þröstur Leó Gunnarsson, heldur um innskot úr raunheimi í sýninguna – Simone de Beauvoir, Pussy Riot og fleiri litu inn á sviðið. En tilfellið er að þessi innskot urðu fljótlega óljós í minningunni. Það sem situr er verkið sjálft, kúgunin sem dætur Bernhörðu verða fyrir þegar heimilis- faðirinn deyr. Engrar gleði skulu þær njóta fyrr en sorgarárin átta eru liðin. Fimmstjörnusýningarnar Englar alheimsins björguðu miklu í hörðu ári á stóra sviði Þjóðleikhússins. Aðrar sýningar fyrir fullorðna þar voru viss vonbrigði þótt þær hefðu þær sína kosti, Fyrirheitna landið og Maður að mínu skapi, og þær gengu ekki vel. Englana hans Einars Más Guðmundssonar þekkja „allir“, ýmist á bók eða bíó eða hvort tveggja, en leikgerð Þorleifs Arnarssonar og Símonar Birgissonar og uppsetning Þorleifs var nægilega óvænt, fersk og heillandi til að lokka þúsundir í leikhús til að upplifa verkið einu sinni enn. Atli Rafn Sigurðarson var meira að segja látinn tala við bæði bókina og bíómyndina í leiksýningunni í hlutverki Páls Ólafssonar. Eins og Páll hefði þurft að þola það lengi að fá ekki að vera í friði fyrir fólki sem vildi endilega segja sögu hans. Það kom afar vel út og flækti mann enn rækilegar inn í hugarheim þessa þekktasta geðsjúklings íslenskra bókmennta. Þegar þessi grein birtist hefur sýningum væntanlega verið hætt þannig að nú má segja það sem ekki mátti segja í umsögn á sínum tíma, en það atriði í sýningunni sem logar í höfðinu á mér enn er þegar Páll fékk allan salinn til að standa á fætur og syngja þjóðsönginn. Sjaldan hef ég orðið eins hissa, hrifin og uppnumin í leikhúsi. Það jaðrar kannski við bilun að finnast Guð- vorslansinn æðislegt lag sem óendanlega gaman er að syngja og eflaust jók það áhrifin í mínum huga en það má vera tilfinningabældur áhorfandi sem ekki varð fyrir áhrifum, hvort sem hann söng með eða ekki. Blam! er náttúrlega ekki „íslensk“ leiksýning en hún er sköpunarverk Íslendingsins Kristjáns Ingimarssonar sem hefur heillað Dani og fleiri grannþjóðir okkar með trúðslátum sínum árum saman. Það var einkar vel til fundið hjá forsvarsmönnum Borgarleikhússins að bjóða honum og hóp hans til Íslands og sýningin spurðist svo vel út að hún kemur aftur núna í vor. Þá ættir þú, lesandi minn, að drífa þig ef þú ert ekki búinn að sjá hana – og jafnvel þótt þú sért búinn að því! Þetta er „barnaleikur“ þar sem fjórir skrifstofugaurar bregða á leik með ritföngin sín og skrifstofudótið, post-it-miðana gulu, heftarana, gatarana, möppurnar, blýantana, borðlampana, vatnskútana, pottaplönturnar. Í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.