Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 102
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 102 TMM 2014 · 1 leiðindum sínum í vinnunni eru þeir að leika atriði úr uppáhaldshasarmynd- unum sínum og atriðin verða æ æsilegri uns öll sviðsmyndin er komin á hreyfingu. Árinu lauk á sýningu leikhópsins Aldrei óstelandi á Lúkasi eftir Guðmund Steinsson. Þetta er nærri fjörutíu ára gamalt leikrit en ég var búsett erlendis þegar það var sýnt fyrst og sá það ekki þá. Kannski hefði ég ekkert séð það þótt ég hefði verið heima því það fékk orð á sig fyrir að vera býsna leiðinlegt. En það var síður en svo nokkuð leiðinlegt við uppsetningu Mörtu Nordal á verkinu í Kassa Þjóðleikhússins. Þvert á móti. Ég las í Bókmenntasögu Máls og menningar (V. bindi bls. 248) að hjónin sem gefa Lúkasi að borða séu gömul. Kannski gerði gæfumuninn að Marta hirti ekki um þau fyrirmæli en valdi yngri leikara í hlutverk hjónanna. Spennan milli þeirra og Lúkasar verður mun margslungnari og meira spenn- andi en ef þau væru gömul og átakanlegra að sjá þau sóa lífi sínu. Alltént var sýningin einstaklega áhrifamikil, hélt manni á sætisbrúninni allan tímann. Stefán Hallur Stefánsson var ógnvekjandi í hlutverki Lúkasar, óhugnan- legur bæði þegar hann elskar, hrósar og tyftar, og Edda Björg Eyjólfsdóttir og Friðrik Friðriksson voru bæði brjóstumkennanleg og pirrandi í sínum hlutverkum. Aldrei óstelandi er hópur sem ástæða er til að hafa vakandi auga með. uppsetning þeirra á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar er ógleymanleg. Lokaorð Eins og sjá má á þessari yfirferð voru íslensk verk, bæði gömul og ný, í sviðs- ljósinu á árinu. Sextán af þeim tuttugu og níu verkum sem ég sá voru eftir íslenska höfunda. Klassíkin var ekki áberandi, bara ein sýning á verki eftir Shakespeare (Draumur á Jónsmessunótt), en minna má á að báðum megin við árið voru framúrskarandi sýningar á tveimur af hans helstu verkum, Macbeth í Þjóðleikhúsinu um jólin 2012 og Hamlet í Borgarleikhúsinu í árs- byrjun 2014. Er þá hægt að draga einhverjar ályktanir af þessu um hvað best sé að setja upp til að fá hrós gagnrýnenda og draga að áhorfendur? Ég held ekki. Bæði ný og gömul verk eru meðal þeirra sem þóttu best og fengu mesta aðsókn. Það er áberandi tíska núna í leikhúsunum að pota meira eða minna í gamla og þekkta leikritatexta, einkum þýðingar, jafnvel búa til eitthvað allt annað úr þeim en leikritið sem höfundur sá fyrir sér í öndverðu (sbr. Jeppa á Fjalli). En um það á við eins og fleira að veldur hver á heldur og kannski mikil- vægast að áhorfandinn sé tilbúinn til að láta koma sér á óvart. Affarasælast er að vera vandvirkur en þó ferskur, hugsa eldri verk upp á nýtt en sýna þeim þó virðingu, vera hugmyndaríkur en láta ekki ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.