Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 103
TMM 2014 · 1 103 Ágúst Borgþór Þvottadagar Þvottavélin var full af skyrtum og blússum í bland við nærboli. Óskar hengdi skyrturnar og blússurnar upp á herðatré sem héngu í röð á einni þvottasnúrunni. Þá rifjaðist upp fyrir honum að Sigrún vildi frekar að þessar flíkur væru festar upp með þvottaklemmum á snúrurnar eftir að vandlega hefði verið slétt úr þeim. Hún sagði að fötin yrðu krumpaðri á herðatrjánum og þá þyrfti að strauja meira. Hann hafði þá spurt til hvers herðatrén væru þarna eiginlega og hún svarað að þau væru fyrir jakkapeysur. En það voru engar jakkapeysur í vélinni núna. Þetta var vitleysa í henni, skyrturnar hans urðu ekkert krumpaðri af því að hanga á herðatré og hann ákvað að hunsa tilmælin. Sú var tíðin að hún þurfti að kenna honum öll húsverk en nú orðið virtist hún bara finna að til að þjóna eigin sérvisku. Til dæmis þegar hann ryksugaði, þá fann hún alltaf að því ef hann gekk ekki undireins frá ryksugunni inn í ræstikompu. En þegar hún ryksugaði – og hann viðurkenndi að það var miklu oftar – stóð ryksugan úti á miðju gólfi klukkutímum og jafnvel dögum saman. Ef hann hafði orð á því sagðist hún eiga eitthvað eftir, að ryksuga bak við stofusófann, stofuskápinn eða ísskápinn – eitthvað svona verulega faglegt sem honum datt aldrei í hug að gera. Þegar þau byrjuðu saman fyrir aldarfjórðungi bjó hann í íbúð sem var troðfull af tómum bjórdósum og sígarettustubbum. En síðan var mikið vatn runnið til sjávar og það var eins og hún gæti ekki sætt sig við að hann var fullfær um húsverkin án leiðsagnar, eins og hún væri að streitast við að halda í einhver yfirráð. Hann gældi stundum við tilhugsunina um að búa einn, hengja bara sjálfur upp sinn eigin þvott á þann hátt sem hann vildi, hafa ryksuguna aldrei inni í skáp. En auðvitað myndi hann aldrei gera alvöru úr því að fara frá henni. Það var óhugsandi, ekki út af börnunum, þau voru orðin stór, heldur út af öllum öðrum. Hvernig ættu þau að útskýra það fyrir fólki sem taldi hjónaband þeirra fullkomið (sem það kannski var, enginn hélt því fram að fullkomið hjónaband væri endilega skemmtilegt)? Hvernig ættu þau að afbera allt umtalið? Og ef hann byggi einn myndi íbúðin hans líklega fyllast aftur af tómum bjórdósum því enginn væri til að fylgjast með því hvað hann drykki mikið og hugsa sitt. Öllum heiminum er sama um hvað karl- maður sem býr einn í leiguíbúð drekkur marga bjóra innan veggja heimilis
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.