Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 105
Þ v o t t a d a g a r TMM 2014 · 1 105 Nokkrum dögum seinna, þegar hún var ekki heima, kom Bragi aftur og bar fleira dót út í sendibíl. „Ég er ekki tilbúinn að láta jarða mig lifandi upp úr þrítugu,“ sagði hann við Óskar þegar þeir bræður hittust nokkrum dögum síðar og hljómaði eins og skilnaðurinn væri hans hugmynd. Þeir sátu yfir ölkrúsum á rólegri krá í miðbænum og töluðu í hálfum hljóðum. Bragi sagði að hann hefði verið búinn að ákveða að fara frá Þóru löngu áður en hann kynntist ungu stúlkunni. Því litla ævintýri væri lokið, það hefði ekki verið neitt neitt, hann hefði bara flúið ástleysi Þóru í faðm stúlkunnar. „Ég get alveg feisað hversdagsleikann og að lífið er stundum hafragrautur og soðin ýsa en ekki stanslaust partí, en að eiga konu sem nennir ekki að tala við mann þegar maður kemur heim úr vinnunni á kvöldin heldur fer bara endalaust um íbúðina með afþurrkunarklút og spreyjar á pottablóm eins og einhver mállaus maskína, nennir aldrei að fara neitt út, aldrei, ekki á pöbb eða í bíó, bara hanga heima öll kvöld með fýlu og þrifnaðaræði. Og kynlífið! Drottinn minn! Ekki minnast á það. Það er líka ekki frá neinu að segja.“ „En þessi tvítuga stelpa, er þetta einhver hasargella?“ spurði Óskar ákafur. „Það er ekki málið. Hún er algjört aukaatriði.“ „Já, en áttu mynd af henni eða eitthvað? Hvað heitir hún?“ Bragi hristi hausinn og bandaði frá sér með hendinni. „Ég held mér veiti ekkert af góðri pásu frá kvenfólki,“ sagði hann og andvarpaði þungt. Ekki fékkst orð meira upp úr honum um ungu stúlkuna. Á þessum árum þótti Óskari ekkert meira freistandi en falleg tvítug stúlka. Núna myndi honum þykja það allt of ungt. Bragi bjó hjá móður sinni í nokkrar vikur en leigði sér síðan íbúð í mið- bænum. Sögur tóku að berast af því að Þóra vendi þangað komur sínar. Bíllinn hans Braga sást líka fyrir utan hans fyrra heimili. Móðirin ljómaði yfir þessum fréttum enda hafði hún óbeit á hjónaskilnuðum og hafði alltaf álitið Þóru góðan kvenkost. Þegar móðirin var síðan farin að þurfa að passa Ölmu litlu í hverri viku út af því að foreldrarnir voru að mæla sér mót taldi hún ljóst hvert stefndi. En það varð bið á að Bragi flytti heim til Þóru. Óskar varð forvitinn og áræddi að hringja í Braga og spyrja. „Nei, takk! Ég hef ekki áhuga á að fara í fangelsi aftur,“ sagði Bragi og fussaði. Mörgum árum seinna átti hann eftir að sitja í raunverulegu fangelsi. En það var önnur saga. Árin liðu, eitt-tvö-þrjú. Bragi og Þóra fengu lögskilnað, Bragi tók saman við aðrar konur og skildi við þær aftur eftir stuttar sambúðir. Stundum átti hann bara kærustur. Engu að síður bárust Óskari af og til fregnir af því að Bragi og Þóra væru enn einu sinni að skjóta sér saman. Smám saman missti Óskar áhugann. Þetta var eins og rispuð plata. Svo frétti hann að Þóra væri loksins farin að búa með öðrum manni og þar með virtist þetta langdregna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.