Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 107
Þ v o t t a d a g a r TMM 2014 · 1 107 Óskar hafði samúð með henni en gat orðið þreyttur á því hvernig hún afgreiddi alla undarlega og óæskilega hegðun fólks sem sjúkdóma. Hún var sífellt að kalla fólk sjúklinga, fárveika sjúklinga, svo maður sá það fyrir sér meðvitundarlaust í sjúkrarúmi með ótal leiðslur tengdar í naumlega tórandi líkamann, þegar það í rauninni var uppfullt af lífsorku að láta til sín taka og valda usla og ringulreið sem aðeins stálhraust fólk gat framkallað. *** Áflogin áttu sér stað í þvottahúsinu heima hjá Þóru og Þormari. Bragi kom þangað að sækja þvegnar og straujaðar skyrtur, handklæði, nærbuxur, boli og gallabuxur; allt var þetta tilbúið og uppstaflað í tveimur haldapokum úr lérefti, á gólfinu fyrir framan þurrkarann. Rétt hjá stóð strauborð og ofan á því straujárn. Þennan dag tók Þóra á móti honum með áður óþekktar mótbárur á vör- unum. Hann heyrði þær ekki, strunsaði bara glaðbeittur framhjá henni með „hæhæ“ á vörunum um leið og útidyrnar opnuðust (hann hafði opnað með lykli allt þar til Þormar flutti inn og þau keyptu Braga út úr eigninni; þá létu þau skipta um skrá og Bragi lagaði sig orðalaust að breytingunni, það er að segja, hann hringdi bjöllunni og óð inn á skónum um leið og opnað var). Þóra hélt áfram, hún var að segja eitthvað við hann sem hann heyrði ekki því hann var annars hugar út af spennandi fundi sem hann átti í vændum, ætlaði að hitta mann yfir kaffibolla eftir klukkutíma og ræða viðskipti, en áður þurfti hann að koma fötunum heim og segja Lovísu að raða þeim í skápana. Hann var kominn niður í þvottahús og búinn að sitja þar dálitla stund á hækjum sér yfir nýþvegnum ilmandi og straujuðum fötunum, hæstánægður, þegar hann heyrði loks í Þóru, heyrði hana segja stundarhátt: „Heyrirðu það, Bragi? Þetta gengur ekki lengur svona.“ Hann leit upp úr léreftspokunum, þar sem allt var eins og það átti að vera, og á næstu 30 til 60 sekúndum breyttist ánægja hans í logandi bræði. Þóra stóð í þvottahúsdyrunum, studdi hnefum við mjaðmir eins og konur gera stundum til að sýnast ákveðnar, en hún horfði óttaslegin á hann. Fyrir aftan hana glitti í Þormar og nú áttaði Bragi sig að Þóra hafði verið að þusa í honum nokkra stund og undir hennar þusi ómaði þus Þormars. Bragi reis hægt á fætur, virti hana fyrir sér og leyfði þögninni að fylla þvottahúsherbergið góða stund uns hann sagði: „Ertu búktalari, kona? Ef maðurinn hefur eitthvað að segja við mig getur hann þá ekki talað beint við mig?“ Þormar stakk sér fram fyrir Þóru, setti þumalfingurna í gallabuxnahanka og stóð gleiður fyrir framan Braga. En hann var skelfdur á svipinn. Frekar lágvaxinn eins og Bragi, en virtist ekki í formi, kominn með dálitla ístru, rétt rúmlega þrítugur. En með fallega liðað ljóst hár, blá augu og andlit sem líklega féll í kramið hjá kvenfólki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.