Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 108
Á g ú s t B o r g þ ó r 108 TMM 2014 · 1 „Við tökum bara ekki í mál að standa í þessu þvottastandi lengur … eins og … eins og eitthvað ókeypis þvottahús.“ Rödd hans var óstyrk. Bragi hvessti augun á þennan mann sem honum hafði tekist svo frábærlega að bæla niður með sér alla afbrýðisemi gagnvart hingað til. Hafði bara þjáðst í hljóði og sýnt engin merki þess að honum mislíkaði að þessi ókunnugi náungi væri að sofa með Þóru, stúlkunni sem Bragi myndi í einhverjum skilningi alltaf eiga hvert bein í. Aldrei látið á neinu bera. Og þetta voru þakkirnar! Nú steig þessi langbælda afbrýðisemi upp og lagðist við gremjuna yfir því að slettirekan væri að eyðileggja fullkomið þvottafyrirkomulag og góða og eðlilega vináttu fyrrverandi sambýlisfólks. Hnefinn og handleggurinn sem skaut honum fram voru knúnir bæði þessari gömlu og nýju bræði og krafturinn var svo mikill að Bragi þurfti að draga úr högginu áður en hann sleppti hnefanum, en þó ekki meira en svo að Þormar þeyttist aftur, lenti á veggnum og lak þar niður eins og í kráarslagsmálum í gamalli kúrekamynd. „HEFuRðu ALDREI GERT VINI ÞÍNuM GREIðA, HELVÍTIð ÞITT!“ öskraði Bragi yfir honum. Þormar strauk blóð undan nefinu og þreifaði með fingurgómunum eftir sprungnum vörunum. En síðan hjólaði hann eld- snöggt í Braga og reyndist óvænt ólseigur; þeir stigu hægan og langdreginn dans, eins og geimfarar á tunglinu, en hvor með hinn í haustaki (þannig fékk Bragi hálsríginn sem hann kvartaði undan við mömmu þeirra Óskars), hvorugur hafði hinn undir og þeir slepptu ekki takinu fyrr en Þóra öskraði að hún ætlaði að hringja á lögregluna. *** Það gat vel verið rétt hjá Sigrúnu að hún þrifi oftar en hann en hún ætti samt að viðurkenna að hann hafði komið mikið til. Ef hún fór til dæmis í ferðalag án hans sá hann oftar en ekki til þess að allt væri hreint þegar hún kom til baka. Svo mátti ekki gleyma því að hann sá um bílinn og ýmislegt tilfallandi viðhald auk þess að þéna meira en hún. Núna styttist í að hún komi heim úr sumarbústaðnum þar sem hún hefur eytt helginni með vinkonum sínum. Hann var kominn í stuð eftir að hafa þrifið salernið, þar sem hann notaði óspart einnota klútana, þvert ofan í tilmæli hennar, og ryksugaði öll gólfin og strauk yfir þau með rakri moppu. Hann ákvað að skilja ryksuguna eftir á miðju stofugólfinu. Sú skyldi ekki voga sér að fetta fingur út í það eftir allt sem hann var búinn að leggja á sig! En svo hugsaði hann með sér að það væri óþarfi að spilla þessari fullkomnu mynd og gekk frá ryksugunni inn í ræstikompu. Hann velti því fyrir sér hvort hún yrði til í tuskið í kvöld. Hreinleg aðkoman myndi ekki spilla fyrir auk þess sem hún yrði áreiðanlega í góðu skapi eftir vel heppnaða helgi með vinkonunum. En allt eins var líklegt að hún segðist vera of þreytt þegar hann færi á fjör-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.