Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 116
116 TMM 2014 · 1 Helgi Björnsson Ávarp Flutt við móttöku Ásuverðlauna Vísindafélags Íslendinga, 28.12.2013 Háttvirta samkoma. Ekki hefði mig grunað fyrir 40 árum, þegar ég hóf störf við hlið Sigurðar Þórar- inssonar, jarðfræðings, og Þorbjörns Sigurgeirssonar, eðlisfræðings, að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum og þeir og aðrir vísindamenn, sem hafa hlotið þessa viðurkenningu. En ég hef verið heppinn við val á viðráðanlegum verkefnum og góðum samstarfsmönnum, og síðast en ekki síst hef ég bætt mér upp skort á hæfi- leikum með mikilli vinnu við gagnaöflun og skriftir. Formaður stjórnar Ásusjóðs bað mig að segja ykkur af mér og hvað hefði mótað mig og hvatt til starfa. Ég ólst upp við það hjá sístritandi háskólabókaverði, að lífið væri vinna, og þótt ég hafi í nokkur unglingsár verið hvikandi, varð puðið einnig minn lífsstíl. Væntanlega er það ættarfylgja, – ég á þar ekki við drauga, – heldur ættareinkenni í þeirri merk- ingu sem Freud nefndi yfirsjálf og erfist frá kynslóð til kynslóðar og viðheldur þræði milli ættliða, – rótum, – þótt hæfileikum sé misskipt að erfðum, og allt þurfi hvert okkar að læra frá grunni. Ég er að tala um menningararf, gildismat, skyldurækni, – akkeri, sem heldur eða verkar gegn sveiflum duttlunga í eigin sjálfi. Ég þykist vita, að þennan feng úr föðurhúsum megi rekja aftur til menningarræktunar í rúma hálfa 19. öld á Grenjaðarstaðarheimili feðganna og klerkanna Jóns Jónssonar og Magnúsar Jónssonar norður í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Ég man ekki eftir fyrirmyndum í bernsku. Ég mótaðist í skólum hér á landi og í sumardvöl í sveit, sem lítið hafði breyst öldum saman. Hrós í skóla um það, sem ég gerði vel, verkaði betur á mig en kennsla um það, sem ég gerði rangt. Ég reyndi að læra fyrir þá kennara, sem höfðu trú á mér og minnist með þakklæti þeirra, sem hristu upp ímyndunarafl mitt og nefni þar Ólaf Hansson í menntaskóla. „Hverju hefði það breytt í mannkynssögunni, strákar, ef nefið á Kleópötru hefði verið tommu lengra en það í rauninni var?“ Þetta var sagnfræði að mínu skapi. Í sama dúr, en á alvarlegri nótum, spurði hann: „Hvernig hefði heimur okkar og saga litið út, ef Tyrkir hefðu unnið sigur á Vínarborg árið 1683?“ Ég man einnig hinn ógnarstranga íslenskukennara Jón S. Guðmundsson taka því vel, þegar ég sneri út úr ritgerðar- verkefni um ætt mína og uppruna með því að vitna til þess, að ég „væri ættaður svo vel sem allir þeir menn, er komnir eru frá Ragnari loðbrók,“ og hefði ég Njálu til sannindamerkis um það. Úr varð umræða um ættfræðiritið Njálu. Þessir kennarar höfðu meiri trú á mér en ég sjálfur. Ég minnist einnig utanskóla- kennara minna, Þórbergs Þórðarsonar, einkum Bréfs hans til Láru, enda var ég þá róttækur; hef þó alltaf verið gagnslaus byltingarmaður. Ég hreifst af ritgerðum hins unga Halldórs Laxness. Ég las ádeiluritið Blekking og þekking; vissi þá ekkert um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.