Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 117
Áva r p TMM 2014 · 1 117 ættarrætur höfundarins. Frá þessum mótunarárum hef ég dáð ritsnilld Stefans Zweigs vegna hins hraða og hnitmiðaða frásagnarstíls hans. Ég sótti sálarstyrk til Veraldar sem var og Dægradvalar Benedikts Gröndals. Hinir viðkvæmu snillingar, Gröndal og Zweig, voru mínir menn. Ég dáði umfram allt andans menn. Hjómplötusafn í Íþöku Menntaskólans í Reykjavík opnaði eyru okkar ungling- anna fyrir tónlist og einnig Ríkisútvarpið. Skákiðkun þjálfaði hugann. Ég man meistaraverk frá fyrrihluta 20. aldar, Efnisheim Björns Franzsonar og safnritið Undur veraldar, þýtt af tveimur tugum eldhuga. Bókabúð KRON var í Bankastræti 2. Andlegur þroski og næmleiki verður til á þessum unglingsárum. Ég var raunsær að loknum menntaskóla og taldi mig vita, að á mörgum fræða- sviðum gæti ég seint lagt markvert lið. Ég hætti við að fara í sagnfræði og af tilviljun kynntist ég Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi, og Sigurði Þórarinssyni og fannst, að ég gæti kannski gert eitthvert gagn með því að kanna jökla. En ég vildi alls ekki læra þau fræði í Svíþjóð, vegna þess að þar hafði Sigurður verið. Mótþrói hefur lengi fylgt mér og oft ráðið því, hvert mig ber. Því skaplyndi breyti ég ekki héðan af; ég er sáttur við lyndiseinkunn, sem má rekja í karllegg mínum frá Birni föður til séra Magnúsar langa-langafa, uppreisnarmanns í skólamálum, læknisfræði og trúmálum sinnar tíðar. Séra Magnús Jónsson á Grenjaðarstað var svo frjálslyndur í trúarefnum, að sumum þótti háski standa af. Margir eru stoltir af því að geta sagst hafa erft gáfur og skáldsýn systur hans, Guðnýjar frá Klömbrum. Háskólanám í Noregi reyndist mér vel. Fyrst ég var kominn í dýrt nám erlendis, varð ég að standa mig. Þar skólaðist ég og vann upp margt í raungreinum, sem ég hefði átt að læra betur hér heima. Fegurð stærðfræðinnar fór ekki framhjá mér, en aldrei hef ég verið meira en lesandi í þeirri fræði. Öll skyldum við læra nokkra heim- speki og flestir bölvuðu þeirri „fílu“; mér fannst hún ágæt, einkum ef hún snerti samfélag manna. Ég dáðist allt fyrrihlutamámið mest að eðlisfræðikennurunum Otto Øgrim og Helmut Ormestad, báðir fæddir árið 1913; þeir kenndu með göldr- um. Snöruðust inn í troðfullan sal og hófu morgunfyrirlestra með því að segja hátt og snjallt, „Í dag skulum við reikna út, hve margar sameindir eru enn á meðal vor, sem Haraldur hárfagri andaði að sér.“ Eitt hundrað og fimmtíu syfjaðir stúdentar drógu snöggt að sér andann og vöknuðu. – Ég hef alla tíð haldið tryggð við Noreg, og þar átti ég mín bestu þroskaár eftir tvítugt. Ég var seinþroska. – Náin tengsl við Svíþjóð erfði ég frá Sigurði Þórarinssyni. – Norrænt samstarf hefur verið mér mikils virði. – Nú gleðst ég yfir því, að allir norrænu háskólarnir vinna saman að kennslu til doktorsprófs í jöklafræði. Ég átti þess kost um þrítugt að dveljast tvö ár við Bristolháskóla í Englandi hjá fremsta jöklafræðingi heims, eðlisfræðingnum John Nye. Þar kynntist ég því, hvern- ig færustu vísindmenn unnu, bútuðu flóknustu vandamál niður í svo einföld brot, að þeir gætu skilið hvert þeirra, og síðan var þeim aftur raðað saman í lausn á hinu flókna upphafsvandamáli. Það gerði mér gott að kynnast því, að margir mestu snill- ingar heims voru venjulegir menn, með kostum og göllum; reyndar oft því geðfelld- ari í viðkynningu sem þeir voru færari. Frá Englandsdvölinni má rekja upphaf rann- sókna minna á eðli jökulhlaupa og tilurð tækis, sem gæti mælt þykkt jökla á Íslandi, svo að sjá og skrá mætti landslag undir þeim. Tilraunir til slíkra mælinga hér heima tókust vel, og oft sé ég fyrir mér, þegar Þorbjörn Sigurgeirsson togaði hugsi í nefið á sér og sagði: „Þú verður að fá okkar færustu tækjasmiði í þetta verkefni.“ Enn hljóp á snærið hjá mér. Helgafell gaus 1973, og Þorbjörn dvaldist síðan lang-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.