Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 126

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 126
D ó m a r u m b æ k u r 126 TMM 2014 · 1 í síðari tíma sögu að herraþjóð afhendi fyrrum nýlendu sinni þeirra menning- ararf til baka. Sjá menn til dæmis fyrir sér að Bretar muni einhvern tíma taka til í British Museum og afhenda nýlend- unum aftur alla fjársjóði þeirra til varð- veislu? Þó er þetta algjörlega hliðstætt dæmi og til marks um stórmennsku Dana í okkar garð. Við ættum líka að hætta að láta þá gjalda þess að vera stundum sú þjóð sem segir okkur til syndanna; sú þjóð sem sér í gegnum íslenskan moðreyk og minnir svolítið á foreldri að áminna börn sín sem fara offari. Í aðdraganda hrunsins voru Danir manna gagnrýnastir á íslenska efnahagsundrið, og varð tilefni ómaklegra skeytasendinga í þeirra garð, og þeir virðast líka hafa tekið sér krítíska stöðu um ágæti uppbyggingarinnar eftir hrun. Þvert á móti ber okkur að taka fullt mark á aðvörunarorðum þeirra – sem og annarra – minnug þess að vinur er sá er til vamms segir. Þetta ágæta verk þeirra Guðjóns Frið- rikssonar og Jóns Þ. Þór er, jafnhliða því sem það er barmafullt af fróðleik og skemmtun, gott og mikilvægt framlag til bættra gagnkvæmra samskipta við Danmörku. Aðalsteinn Ingólfsson Þjóðarspegill Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson; Myndasmiður. Þjóð- minjasafn Íslands, 2012, 196 bls. Ljósmyndin er einn helsti listmiðill sam- tímans og ákaflega þýðingarmikil í lista- sögunni, bæði sem slík, ekki síst um átt- unda áratug síðustu aldar þegar mikið fór fyrir konseptljósmyndun, og eins notuðu málsmetandi listmálarar ljós- myndir alveg frá lokum fyrri heimsstyrj- aldar og fram á fimmta áratuginn; meðal áhugasamra notenda hennar voru Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Scheving (hvers stærstu málverk voru, merkilegt nokk, byggð á grámuskulegum ljós- myndum úr Morgunblaðinu ), Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir. Og er þá ótalin ómæld þýðing ljósmynd- arinnar fyrir íslenska listasögu á 19. öld. Það er bjargföst sannfæring mín að myndlist spretti fyrst og síðast af mynd- um, ekki skáldskap, þjóðrækni eða ósk- hyggju. Og sú hugmynd að Ísland hafi verið myndlaust land á 19. öld eins og mætti skilja á nýlegri Íslenskri listasögu er alls ekki rétt. Í héraði skörtuðu margar kirkjur alt- aristöflum af einhverju tagi, skreyting- um og formfögrum kirkjugripum sem sóknarbörn fengu augum litið við hverja guðsþjónustu. Listilega útskornir munir og glæsilegir textílar fyrirfundust meðal helstu höfðingja upp til sveita, þangað sem margir almúgamenn áttu erindi. Í Reykjavík fór ekki framhjá sæmilega upplýstu fólki prentlist Jóns Helgasonar, verðandi biskups; einkum og sérílagi dægilegar skrásetningar hans á húsa- kosti bæjarbúa og náttúrunni í kring, né heldur fugla- og dýramyndir Benedikts Gröndal. Norður í landi kom sjálflærður málari, Arngrímur Gíslason, til móts við þarfir þeirra sem vildu eftirláta afkom- endum andlitsmyndir sínar í varanlegu formi, og umflakkandi atvinnuteiknari, Sölvi Helgason, gerði bændum einnig frumstæð portrett sem greiðslu fyrir húsaskjól og beina. Og þá er ógetið teikninganna og málverkanna sem Sig- urður Guðmundsson lét eftir sig og nor- rænu málverkanna sem Björn Björnsson gaf þjóðinni og héngu uppi í Alþingis- húsinu frá 1885.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.