Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 130
D ó m a r u m b æ k u r
130 TMM 2014 · 1
mynda allt fram á þriðja áratug nýrrar
aldar. Fyrir það fyrsta yfirskyggði nátt-
úran, helsta tákn íslenskrar þjóðmenn-
ingar, allt annað myndefni. Í öðru lagi
gátu þeir fáu listmálarar, sem náttúraðir
voru til mannamynda, ekki keppt við
listfenga ljósmyndara um hylli almenn-
ings. Það var ekki fyrr en á þriðja ára-
tugnum, með uppgangi efnaðrar borg-
arastéttar og tilkomu öflugs portrettmál-
ara, Gunnlaugs Blöndal, að manna-
myndahefð skýtur rótum í íslenskri
myndlist.
Ljósmyndir Sigfúsar, bæði landslags-
myndir og mannamyndir, voru hins
vegar sá spegill sem ung þjóð á gömlum
merg þurfti á að halda í aðdraganda
sjálfstæðis. Án þeirra hefði íslensk
myndlist tæplega þróast eins hratt og
örugglega og hún gerði á fyrstu áratug-
um 20. aldar.
Ólafur Þ. Harðarson
Össur, Steingrímur
og Ólafur Ragnar
Björn Þór Sigbjörnsson: Steingrímur J. Frá
Hruni og heim. Reykjavík, Veröld 2013,
288 bls.
Össur Skarphéðinsson: Ár drekans. Dag-
bók utanríkisráðherra á umbrotatím-
um. Reykjavík, Sögur 2013, 378 bls.
Það voru umtalsverð tíðindi þegar tveir
af sjóuðustu stjórnmálamönnum síðustu
áratuga birtu endurminningabækur
fyrir síðustu jól. Steingrímur J. Sigfússon
(f. 1955) hefur setið á Alþingi síðan 1983;
Össur Skarphéðinsson (f. 1953) síðan
1991. Steingrímur var ráðherra í ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar 1988–
91, Össur í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
(1993–95) og ríkisstjórn Geirs H. Haarde
(2007–9). Saman sátu þeir svo í „fyrstu
hreinu vinstristjórn Íslandssögunnar“
frá 2009–13. Báðir urðu formenn flokka
sinna, Steingrímur formaður Vinstri
grænna (1999–2013), Össur formaður
Samfylkingarinnar (2000–5) – og unnu
báðir glæsta kosningasigra í formannstíð
sinni. Flokkar beggja guldu afhroð í
kosningunum 2013. Báðir hófu stjórn-
málastarf sitt í Alþýðubandalaginu, en
Össur gekk í Alþýðuflokk og svo Sam-
fylkingu; Steingrímur stofnaði Vinstri
græn þegar meginhluti Alþýðubandalags
rann inn í Samfylkingu. Báðir sitja enn á
þingi, nú í stjórnarandstöðu.
Bækurnar tvær eru mjög ólíkar að
gerð. Bók Steingríms, Frá Hruni og
heim, er viðtalsbók, skrifuð af Birni Þór
Sigbjörnssyni. Bókin fjallar um störf
vinstri stjórnarinnar 2009–13 frá sjónar-
hóli Steingríms og greinir rækilega frá
hans þætti í þeim erfiðu verkefnum sem
við var að glíma eftir Hrunið. Sumir
hafa sagt að bókin sé ekki skemmtileg;
hún sé svolítið eins og að lesa Fjármála-
tíðindi. Rétt er, að í bókinni fer ekki
mikið fyrir kjafta- eða skemmtisögum.
Hún er hins vegar mjög vel skrifuð og
afar greinargóð; mikill akkur er í að fá á
einum stað málsvörn Steingríms fyrir
ríkisstjórn, sem sumir andstæðingar
uppnefndu „verstu ríkisstjórn Íslands-
sögunnar“. Hann fer m.a. yfir aðdrag-
anda Hrunsins, Icesave-málið, glímuna
við ríkisfjármálin eða blóðugan niður-
skurð, aðildarumsóknina að Evrópusam-
bandinu, átökin innan Vinstri grænna,
Rannsóknarnefnd Alþingis og Lands-
dómsmálið og skipulagsbreytingar á
Stjórnarráðinu. Hann er stoltur af
árangrinum. Bókarhöfundur nefnir
nokkra mælikvarða til að rökstyðja
góðan árangur. Atvinnuleysi 2009 var
8,2%, en 3,9% í júní 2013. Þrátt fyrir