Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 133 ar að orði um synjun forsetans á nýjum Icesave-lögum 2011, en þau höfðu verið samþykkt á Alþingi með 44 atkvæðum gegn 16 – flestir Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði með stjórninni í mál- inu. „Ég tel þessa ákvörðun hafa jaðrað við afnám þingræðis. Ég taldi líka fyrri synjunina afar óskynsamlega en hann réttlætti hana meðal annars með því að þingmeirihlutinn hefði verið tæpur. Nú var mikill meirihluti fyrir málinu og þau rök hans, að þar sem hann hefði áður sett málið í dóm þjóðarinnar þyrfti hann að gera það aftur, voru þvæla“ (bls. 190). Össur fjallar mikið um forseta lýð- veldisins og samskipti sín við hann, en þeir eru gamlir baráttufélagar og vinir, þó þá greini á um margt. Hann lýsir sívaxandi tilraunum Ólafs Ragnars við að styrkja stöðu forsetans gagnvart ríkis- stjórninni. Hér skal rakið nokkuð ítar- lega dæmi um þetta, sem einnig sýnir vel teprulausan ritstíl Össurar, staðfestir þau miklu átök sem áttu sér stað milli forseta og vinstri stjórnarinnar, segir margt um stíl og vinnubrögð Ólafs Ragnars – og snýst á endanum um afar mikilvægt mál: sjálfa stjórnskipan lýðveldisins. Dæmið er frá ríksráðsfundi 30. ágúst 2012 (bls. 266–70), tveimur mánuðum eftir að Ólafur Ragnar var kjörinn for- seti í fjórða sinn og fékk nú langmest fylgi frá kjósendum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Dramatísk – og stundum stráksleg – frásögnin er óborg- anleg, en þar „birtist nýendurkjörinn forseti í fullum herklæðum og heldur byltingunni frá Bessastöðum áfram af endurnýjuðum þrótti“. Leikrænir til- burðir forseta skipa meginsess í frásögn- inni – og augljóst að Össur dáist að kunnáttu vinar síns í að skapa magn- þrungið andrúmsloft. Allir höfðu átt von á léttum fundi, en fyrir fundinn kallar forseti forsætisráðherra á eintal – hinir ráðherrarnir bíða. „Eftir drykklanga stund kemur hún aftur, myrk á svip. Hún hefur varla haft tóm til að segja að „kallinn“ ætli að hjóla í ríkisstjórnina út af stjórnarráðinu þegar hurðum aðalsal- arins þar sem ríkisráðið fundar er svipt upp. Forseti er þurr á manninn þegar hann býður ríkisráði að ganga til fund- ar.“ Í stað þess að skrifa strax undir ný lög um stjórnarráðið viðrar Ólafur Ragnar efnislegar athugasemdir við frumvarpið. (Hann hafði líka gert það á ríkisráðsfundi á gamlársdag 2011 þegar fjallað var um frumvarp til þessara laga. um þann fund segir Össur: „Ég hafði þá setið í ríkisráði samtals sex ár í tíð fjög- urra ríkisstjórna og aldrei áður heyrt slíkar ræður.“) Eftir ræðu forseta um stjórnarráðslög- in verður löng þögn. „Kúnstpásan sem nú lykur um Bessastaði og Álftanes- hrepp hinn forna í lok ræðu forsetans virðist standa heila eilífð.“ Össuri dettur að vísu ekki í hug að forseti ætli að synja lögunum staðfestingar, enda gleðjist þjóðin bara yfir fækkun ráðuneyta – en kannski ætli hann að vekja athygli á stöðu sinni með því að taka sér umhugs- unarfrest í nokkra daga. „Hvað gera bændur þá? Ríkisstjórnin ætti varla annan kost en að segja af sér eða verða ella eins og drusla undir Bessastaðavald- inu. Ygglibrúnin á Steingrími J. Sigfús- syni vefst saman í þungan hnykil. Loks hefur forsetinn aftur upp raust sína. Hann lýsir yfir að þrátt fyrir efasemdir sínar ætli hann eigi að síður að staðfesta lögin. Þögult feginsandvarp stígur upp við hlið mér til vinstri handar. Þar situr forsætisráðherra.“ Næst gerir forseti alvarlegar athuga- semdir við að sér hafi ekki borist fyrr en á fundinum úrskurður um nýja verka- skiptingu í stjórnarráðinu, sem hann á líka að skrifa undir. „Fyrir mér er þetta absúrdteater af hæstu gráðu … Forsetinn sveiflar bókstaflega tæknilegum mistök-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.