Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 136

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2014 · 1 röðum Vinstri grænna: „Reyndar má segja að framboð Regnbogans hafi hreinsað mjög andrúmsloftið. Það fékkst þá loksins óvilhöll mæling á stuðningi við þeirra málflutning og menn þekkja niðurstöðuna“ (bls. 208). Reyndar segir Össur í sinni bók, að það hafi verið skólabókardæmi um pólitískan fingur- brjót þegar Atli og Lilja Mósesdóttir yfirgáfu Vinstri græn (með Ásmundi Einari Daðasyni): „Hefði Lilja beðið, og þremenningarnir haldið áfram sem skipulögð andstaða innan VG með Ögmundi Jónassyni, Jóni Bjarnasyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, hefði það endað með því að þessir sex þingmenn hefðu að lokum klofið sig frá Steingrími J. Sigfússyni – og þar með VG“ (bls. 260). Frásagnir Össurar af innanflokks- átökum í Samfylkingu koma meira á óvart, enda minna um þau fjallað í fjöl- miðlum á sínum tíma. Samband Össurar við Jóhönnu virðist hafa verið ástar-hat- urssamband; hann er oft pirraður á henni; telur hana hafa lítið samráð við sig, en kalli á sig til að slökkva elda þegar þess þurfi (sjá t.d. bls. 65). En hann skrif- ar líka lofsamlega um hana: „Enginn stjórnmálamaður sem nú er á dögum hefur jafnglæsilegan feril að baki og Jóhanna“ (bls. 295). Átök í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík í nóvember 2012 voru býsna hörð (bls. 331–39). En Össur telur að Landsdómsmálið hafi valdið hvað dýpstum sárum innan Sam- fylkingar – en hann var á móti máls- sókninni og rökstyður þá afstöðu sína. Sérstaklega hafi verið hart sótt að Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, en hún hafi sýnt mikinn styrk við stjórn þingsins – og reynt að vera forseti allra þingmanna (sjá einkum bls. 24–42 og 69–74). Steingrímur vildi sam- þykkja álit þingmannanefndar sem lagði til að Geir H. Haarde, Árni M. Mathie- sen, Björgvin G. Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrðu öll ákærð. Hann rökstyður þá afstöðu í sinni bók (bls. 212–15). Örlögin er stundum kaldhæðin í stjórnmálum. Þegar Steingrímur settist í stjórn 2009 hafði hann setið 26 ár á þingi – alltaf í stjórnarandstöðu nema 1988–91 þegar hann var ráðherra. Hann þótti herskár vígamaður og mikill ræðu- maður í gömlum stíl; gagnrýndi kapítal- isma og frjálshyggju; varaði mjög við hvoru tveggja á bólutímanum – og var stundum sagður vera á móti öllu. Hlut- verk hans í ríkisstjórn varð hins vegar að endurreisa kapítalisma og hrunið banka- kerfi á Íslandi í náinni samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn – sem margir vinstri menn (þar á meðal Steingrímur) töldu löngum útsendara hins alþjóðlega auðvalds; síðustu árin kalla sumir hægri menn sjóðinn reyndar handrukk- ara alþjóðlega fjármálaauðvaldsins! Steingrímur gekk í verkin, eins og glögg- lega kemur fram í bók hans. Þetta nýja hlutverk olli hins vegar miklum deilum innan flokksins, rétt eins og ríkisstjórn- arþátttaka vinstri sósíalista í Danmörku og Noregi hefur gert síðustu árin. Á vinstri sósíalískur flokkur einungis að sinna hlutverki gagnrýnandans, eða á hann að taka þátt í ríkisstjórnarsam- starfi með óhjákvæmilegum málamiðl- unum og „svikum“? Verður Steingríms minnst sem hentistefnumanns – eða verður hann talinn „ábyrgur“ stjórn- málamaður sem reis yfir flokkshags- muni á ögurstund í sögu þjóðar sinnar? Kannski felst engin mótsögn í þessu. Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa þegar mært Steingrím, rétt eins og hann hrósar þeim og íslenskum embætt- ismönnum – það síðastnefnda gerir Össur líka óspart. Það er sömuleiðis kaldhæðið, að þeir forystumenn íslenskra stjórnmála sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.