Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 52
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 52 TMM 2014 · 4 Gestakomur í Sauðlauksdal er margbrotin saga. Hér ætla ég að ræða dálítið um efni hennar og tengsl þess við veruleika og sögu en drepa því næst á fáein einkenni hennar og aðferðir sem nýta má við lestur hennar. II „Ég get alveg sagt þér það í trúnaði, Eggert minn …“. Þar eð bréfasagan varð vinsælt skáldsagnaform á 17. og ekki síst 18. öld, einmitt þegar Björn í Sauðlauksdal var uppi, væri auðvelt að segja að sú væri skýringin á að Gestakomurnar eru felldar í formgerð hennar, og láta þar við sitja. Þetta væru tímarnir þegar „hið einkanlega var gert opinbert“ í bréfum;2 Frakkar hefðu lengi átt Rousseau og sína Júlíu, Englendingar Richardson og Pamelu þannig að rökrétt væri að Íslendingar eignuðust séra Björn og Gestakomurnar.3 En 18. öldin var líka sú öld sem öðru fremur gat af sér á Vesturlöndum það borgaralega samfélag sem við höfum setið uppi með síðan. Hún var öld umbrota þar sem tekist var á um skiptingu auðs og samfélagsstöðu fólks; þar sem þversagnakennd mót hins gamla og nýja mörkuðu hvaðeina, samfélag, einstakling og bókmenntir – og umfram allt öldin þegar ýmsir þeir sem áður voru lítt sýnilegir og fátt heyrðist frá, virtust skyndilega líkamnast og láta að sér kveða – t.d. konur og tötralýður – þannig að veröldin varð ekki söm eftir. Og einmitt í því ljósi er vert að skoða Gestakomurnar. Í sögunni er hið einkanlega og hið opinbera, einstaklingur, umhverfi og samfélag tengt órofaböndum. Og þá er atburðarásinni á síðustu æviárum séra Björns lýst á nokkuð annan veg en sagnfræðiheimildir herma. Eftir því sem best er vitað fluttist hann árið 1782 frá Sauðlauksdal, þar sem hann hafði auk preststarfa stundað jarðrækt og garðyrkju í hartnær þrjá áratugi og meðal annars hafið kartöflurækt árið 1759. En þegar aldurinn færðist yfir virðist hann hafa viljað fá næði til ritstarfa og var þá veitt Setberg í Eyrar­ sveit. Þar vann hann m.a. við orðabókina sem við hann er kennd: Lexicon Islandico­Latino­Danicum.4 Alvarleg veikindi sem orsökuðu ört vaxandi sjóndepru, gerðu prestskap hans hins vegar endasleppan svo að 1786 lét hann af embætti. Næsta ár hélt hann til Hafnar til að leita sér lækninga en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá fór hann aftur heim á Snæfellsnes árið 1788 og sat í sæmd sinni á Setbergi til dauðadags 1794.5 Gestakomurnar hefjast hins vegar þar sem Björn er á nýjan leik í sínum Sauðlauksdal árið 1788 og rekur fyrir vini sínum Eggerti atburði næstliðinna ára. Danmerkurvist hans öll hefur markast af þeim tíðindum er hann fékk jafnskjótt og hann steig á land ytra: Jón Eiríksson konferensráð drekkti sér í síkinu. Heimkominn situr gamli presturinn á Setbergi með dimmu augna sinna, og illbærileg vissan um að ekkert bíði hans annað en sídýpri sorti er mögnuð af öskunni frá Skaftáreldum sem veldur því að fé fellur en menn ærast og farga sér, rétt eins og konferensráðið í Kaupmannahöfn:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.