Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 60
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 60 TMM 2014 · 4 má ætla að það verði heldur seinna þegar Björn ákveður að uppreisa hann úr drykkjuskapnum og gerir hann að „metafórum“ (bls. 92) áætlana sinna: Takist honum að vekja etasráðinu „kennd til næpu“ (bls. 92), kunni þjóðin öll að fylgja í kjölfarið. Ljóst er að persónu Halldórs og afstöðu Björns til hans fylgja sérstök frásagnareinkenni. Meðal þeirra eru ýkjur í máli prests: Og þar sem Etasráðið er vant að drekka ekki aðeins fyrir sjálft sig og land sitt, heldur heilu þjóðirnar og heimsálfurnar, þá er svosem ekki von að mjög vel hafi farið á með okkur í gegnum tíðina. […] Ekki leið á löngu þar til svefninn sótti Etasráðið með þeim ægilegustu hrotum sem heyrst hafa á sunnanverðum Vestfjörðum. (bls. 74, leturbr. mín) Fyrir kemur líka að frásögn Björns af Halldóri fær yfir sig blæ hryllings­ sögunnar eins og þegar hann lýsir ófáum meinum sem hrjá etasráðið og hann er sjálfur staðráðinn í að bæta með aðstoð sinnar Maríu: „iljarnar sundurskornar“, „þarmarnir öll ein hnútaþemba“, með „tregan vallgang“, „Í hársrótinni bar nokkuð á maðki“, „bak hans […] allt eitt syndandi vogmein sem gröftur vall úr“, „tannholdið […] mjög þanið og stungið sárum“ og „hlandblaðran ekki upp á sitt besta“ (bls. 93–94). En öllu þessu og öðru ámóta lýsir Björn af nákvæmni vísindamannsins jafnframt því sem hann tíundar af kostgæfni hvaða plöntuafurðir hafi verið nýttar til lækninga meinanna og hvernig það hafi verið gert. Áhrifin verða sárfyndin og þeim er fylgt eftir með næmum lýsingum á fráhvarfseinkennum drykkjumannsins. Þegar Halldór rís upp úr volæði sínu, nýr og breyttur maður og tekur for­ ystu í öllum undirbúningi veislunnar góðu er ekki að undra að Björn sé fullur eldmóðs og bjartsýni þó að ástandið í landinu hafi lítt skánað og manndauði sé mikill. Eftir annasamt haust þar sem María, Scheving og Halldór hafa vart unnað sér nokkurrar hvíldar við bruggun og matargerð, og Halldór hefur raunar töfrað fram matreiðslubækur frá Lundúnum „með dulrænasta hætti“ (bls. 115), stendur veislan loks fyrir dyrum um jól í Sauðlauksdal. En þá koma afboðin hvert af öðru frá öllum þeim landsins fyrirmennum sem boðið hefur verið til hennar. Við bætist að sjálfir þremenningarnir sem verið hafa séra Birni til halds og trausts eru morgun einn allir á brott. Það kann að hreyfa aftur „við að selja sál sína“ skemanu í vitund lesenda – kannski líka draugasagnaskemanu með séra Odd og sýslumann Wíum í eftirdagi − meðan þeir sjá klerkinn rekja hvernig þyngslin sem ásóttu hann við upphaf sögu, hellast aftur yfir hann. Ekki dregur þá úr að honum finnst hann staddur mitt í Infernó Dantes og bíður þess í angist að verða hungurmorða einn, yfirgefinn og blindur í sínum gamla yndisdal. Lesendur fá með öðrum orðum slíka gnótt í sína blöndunariðju að þyrmt gæti yfir þá eins og gamla manninn. En tíðinda­ og vonleysið sem vokir dögum saman yfir frásögninni undir lokin, reynist svartalogn undan frískandi vindi. Skyndilega heyrast sköll
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.