Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 73
H e t j a þ ú s u n d a n d l i t a o g h ö f u n d u r þ ú s u n d n a f n a TMM 2014 · 4 73 * Meyn var skrautlegur fýr sem fyrr segir og á einum stað rakst ég á full­ yrðingu þess efnis að hann hefði verið á meðal fyrstu Dana til að turnast til Múhameðstrúar, svo snemma sem 1931, fyrir atbeina kollega síns, Knud Holmboe.29 Í apríl það ár var Meyn síðan skráður sem danskur múslimi hjá stærstu mosku Evrópu á þeim tíma, Shah Jahan­moskunni í Woking á Englandi. Ekki hef ég hins vegar fundið staðfestingu þessa, en sagan er góð og athyglisverð í ljósi þess sem síðar gerðist. Meyn varð nefnilega handgenginn nasistum nokkrum misserum síðar, þá nýskriðinn á á fimm­ tugsaldurinn. Menn honum vilhallir telja að þessi öfga­hægri snúningur hans skýrist af hinu eilífa streði hans við að selja greinar sínar og sögur. Hann hafi séð sér leik á borði að ganga í danska nasistaflokkinn, Danmarks Nationalsocialistiske Arbejderparti (DNSAP), og framleiða efni fyrir hið illa þokkaða málgagn þeirra, dagblaðið Fædrelandet, og tryggja sér þannig skotsilfur á tímum óvissu í útgáfumálum. Upplag blaðsins var að vísu aldrei sérstaklega mikið, mest 14 þúsund eintök árið 1943, en útgefendurnir voru fjáðir. En hvort sem pragmatískar ástæður eða hugmyndafræðilegar lágu að baki, sagði Meyn sig úr lögum við danska bókmenntaheiminn með því að ganga í nasistaflokkinn og átti aldrei afturkvæmt þangað. Þegar á leið stríðið fékk hann sig hins vegar fullsaddan á flokksforystunni og kvaddi þann ótótlega og arma félagsskap í fússi. Steffensen segir ekkert benda til að Meyn hafi verið virkur nasisti. Þó að víða í verkum hans megi finna staðalímyndir og hleypidóma af því tagi sem útbreiddir voru á þessum tíma, skilji klisjurnar og þröngsýnin hann ekki til­ takanlega frá verkum annarra höfunda millistríðsáranna. Þeir kynþáttafor­ dómar og karlremba sem örlar á í verkum hans eru afkvæmi úreltra tíma, en óneitanlega tíma sem hann tilheyrði. Sömuleiðis hafi önnur sjónarmið ríkt á heimilinu. „Eiginkona hans átti ólögleg blöð frá andspyrnuhreyfingunni og geymdi þau heima hjá þeim. Sonur hans hefur sagt frá því að dag einn þegar Meyn kom heim ásamt þýskum foringja hafi þessi ólöglegu blöð legið frammi. Til allrar lukku sáu þau Þjóðverjann gegnum gluggann og náðu að fela blöðin áður en þeir gengu innfyrir,“30 segir Steffensen. Framlag Meyn til þess afkima danskra bókmennta tímabilsins sem kalla má nasískan er vissulega rýrt í roðinu, en þó má finna í Maanedsbreve, tímariti danskra þjóðernissósíalista, nokkrar sögur sem endurspegla ljótt daður við þá hugmyndafræði. Þannig er smásaga hans, Elfenbensviften, (Blævængur úr fílabeini) að mati bókmenntafræðingsins Ole Ravn, eitt hreinræktaðasta dæmið um þjóðernissósíalisma í dönskum bókmenntum hvað varðar bæði uppbyggingu og efnivið.31 Á árunum 1945–1952 setti danska rithöfundasambandið á laggirnar Æresretten, nokkurs konar einkadómstól sem efna átti til uppgjörs við þá félagsmenn sambandsins sem þóttu hafa gerst sekir um „óþjóðhollustu“ á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.