Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 138

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2014 · 4 Fyrsti hluti bókarinnar er að mestu leyti helgaður föðurætt sögukonu en það fólk er ættað að vestan, af Snæfellsnesi þar sem skyggni ku hafa verið landlæg en kom inn í ætt Erlu með „litla drekanum“ sem kom til landsins í fylgd formóður­ innar Úrsúlu hinni ensku, þeirri sömu og Árni prófastur Þórarinsson segir frá í ævisögu sinni ritaðri af Þórbergi Þórð­ arsyni og er sögð fyrirmyndin að Úu í Kristnihaldi Halldórs Laxness. Drekinn gerist síðan ættarfylgja og kemur nokk­ uð við sögu í frásögn bókarinnar. Móðurætt Erlu hefur ekki skilið eftir sig eins mikið af gögnum fyrir hana að moða úr og því fær föðurættin meira rými í textanum, alla vega framan af. Þessu skyld er einnig sú staðreynd að mun minna er til af eftirlátum skjölum kvenna en karla og af því leiðir að saga karlanna er rúmfrekari en kvennanna; jafnt í þessari bók sem í sagnfræðiritum. Ítarlega er til að mynda rakin saga áður­ nefnds Alexanders, eiganda járnskápsins og föðurafa Erlu. Hann fæddist árið 1872 af fátæku fólki sem neyddist til að koma honum í fóstur þriggja mánaða gömlum. Þótt til stæði að hann yrði aðeins einn vetur í burtu urðu þeir vetr­ ar nítján, en Alexander var heppinn og lenti „Hjá góðu fólki“, eins og einn kafl­ inn um hann heitir og og umsnýr frægu heiti þriðja bindis ævisögu Árna pró­ fasts Þórarinssonar, Hjá vondu fólki. Saga Alexanders endurspeglar áreiðan­ lega sögu margra fleiri af hans kynslóð; fyrir tíma getnaðarvarna voru margir tilneyddir til að senda frá sér börn í fóstur og mörg börn hafa eflaust „vælt út í f lóa og holt söknuð eftir móður­ fangi“ (102) og margar mæður þurft að „[harka] af sér og [reyra] brjóstin“ í pínu og söknuði eftir horfnum brjóstmylk­ ingi (104). Alexander „lifði það að mið­ aldasamfélagið kúventist“ (88). Hann varð hagur smiður og með miklum dugnaði og basli tókst honum að komast vel af í því samfélagi: „Basl afa við að verða að manni undir lok gamla sam­ félagsins er um leið basl allrar kynslóðar hans, feðra og mæðra okkar allra“ (136). Eins og margir af hans kynslóð er Alex­ ander haldinn lestrar­ og skriftarfíkn og þess vegna hefur sögukonan betri aðgang að hans lífi en annarra: „Afi skrifar þanka sína en amma þegir. Þess vegna er erfiðara að teygja mig yfir til hennar“ (146) skrifar hún, en tekst þó engu að síður að bregða upp góðri og skýrri mynd af ömmu líka – en kannski er þar meira getið – eða skáldað – í eyð­ urnar. III Á baksíðu bókarkápu Stúlku með maga stendur skrifað að bókin sé „sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur sem út kom 1999“ og því freistandi að bera þær lítillega saman. Fyrst skal nefnt að bæk­ urnar tvær eru afar ólíkar í formi og byggingu. Þótt Stúlka með fingur sé sett í f lokk sögulegra skáldsagna á bókar­ kápu er vafasamt að hún heyri til í þeim flokki því hér notar höfundur ekki raunveruleg nöfn né eru þekktir „sögu­ legir“ atburðir í brennidepli. Þórunn hefur hins vegar sagt frá því að bókin byggi að einhverju leyti á sögu móður­ ömmu hennar og nöfnu (sem heitir Unnur Jónsdóttir í bókinni) og á því byggir líklega skilgreiningin „söguleg skáldsaga“. Að vissu leyti er rammi þessa tveggja bóka sambærilegur; í Konu með fingur rifjar gömul kona upp ævi sína og segir frá í fyrstu persónu; hún „liggur bara útaf og þvælist um sitt eigið minni“. Í Stúlku með maga er líka um að ræða sögukonu sem rifjar upp líf sitt en að öllu öðru leyti er frásagnar­ háttur þessara tveggja verka mjög ólík­ ur. Endurlit Unnar yfir eigið líf fer fram á línulegan hátt án rofa eða inngripa í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.