Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 19
S k r í m s l i ð o g k a k ó b o l l i n n TMM 2018 · 3 19 komu út í Evrópu voru ævintýri meðal þeirra verka sem þar voru birt. Það var einmitt í bók fyrir börn sem sú saga af Fríðu og Dýrinu sem við þekkjum hvað best í dag var gefin út þegar hin franska Madame Jeanne-Marie Leprince de Beaumont, barnakennari í Lundúnum, birti ævintýrið í bók sem ætluð var ungum nemendum hennar. Þótt Madame Leprince de Beaumont væri ekki höfundur verksins sem hún varð frægust fyrir er það henni að þakka að sagan varð eins vinsæl og raun ber vitni. Beaumont fékk söguna að láni hjá annarri franskri konu sem er lítt þekkt í dag þrátt fyrir mikil afköst í bókmennta- heimi Parísar á 18. öld.2 Konur voru áberandi í frönsku bókmenntalífi á 17. og 18. öld, þegar samkvæmis- og menningarlífið blómstraði sem aldrei fyrr við hirðir og í heimahúsum í París, Versölum og víðar. Salónar voru samkomustaðir yfir- stéttarinnar og þá var að finna í híbýlum heldri borgara. Þar hittist fólk sér til skemmtunar, til að sýna sig og sjá aðra, vera á réttum stað á réttum tíma, í réttum félagsskap. Vinsælustu salónunum var stjórnað af konum sem tóku á móti gestum sínum, vinkonum og vinum, menntamönnum, listamönnum og rithöfundum sem lásu verk sín – ljóð, leikrit, sögur og ævintýri – fyrir við- stadda. Síðast en ekki síst stytti fólk sér stundir við skrif og samkvæmisleiki af ýmsu tagi, svo sem mannlýsingar, kveðskap, bréfaskriftir og sögugerð. Í bréfum frá 1677 má finna frásagnir af því hvernig konum við hirðina í Ver- sölum var skemmt með upplestri ævintýra, og rétt fyrir aldamótin má lesa hvernig sögurnar ganga í þessum góða félagsskap: „Það var farið að segja sögur og það var ómögulegt að halda ekki áfram. Að lokum kom röðin að mér og ég varð að segja sögu líka.“3 Það er því af mörgu að taka þegar litið er á bókmenntaflóruna sem tengdist þessu umhverfi á einn eða annan hátt, en eitt af því nýstárlegasta sem sett var á blað á þessum tíma voru ævintýrin sem farið var að semja undir lok 17. aldar.4 Ævintýri voru sannarlega ekki ný af nálinni, því skrímslum, álfkonum og ýmsum þjóðsagna- og ævintýraminnum bregður víða fyrir í frönskum bókmenntum miðalda. Þær sögur þóttu ekki merkilegar eftir endurreisnina þegar flestir rithöfundar kusu frekar að sækja innblástur og fyrirmyndir langt aftur í aldir og þá helst til Grikkja og Rómverja. Ævintýraritun í Frakk- landi í lok 17. aldar má því rekja til ákveðinnar uppreisnar gegn því viðhorfi að rétta efniviðinn til listsköpunar væri ekki að finna í samtímanum og alls ekki í því sem flokka mætti sem þjóðlegan eða franskan efnivið. Hins vegar eru þau ævintýri sem sett voru á blað á þessum tíma mjög ólík þeim ævin- týrum sem tilheyrðu munnlegri hefð; þangað mátti vissulega snúa sér í leit að efniviði en sögunum var breytt og þær aðlagaðar því umhverfi sem þær voru ætlaðar.5 Í þessu samhengi kemur nafn Charles Perrault alla jafna fyrst upp í hugann. Charles Perrault (1628–1703) fæddist í París. Hann tilheyrði borgarastétt og var lögmaður eins og faðir hans. Honum leiddust þó lögmannsstörfin og hann samdi ljóð og ýmislegt fleira sér til skemmtunar. Hann var lista- og bók- TMM_3_2018.indd 19 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.