Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 22
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 22 TMM 2018 · 3 týri ævintýranna) og sama ár sendi hin nánast óþekkta Mme d’Aulnoy frá sér þrjú fyrstu bindin af Contes (Ævintýri). Næsta ár hélt hún ótrauð áfram og gaf út 4. bindið, og einnig fjögur bindi af Contes Nouveaux ou les fées à la mode (Ný ævintýri). Talsverður munur er á frásagnarstíl og efnistökum Mme d’Aulnoy og Perraults. Þau skrifuðu til að mynda bæði sögu um Öskubusku árið 1697, þær fjalla báðar um unga stúlku sem fær ekki að fara á dansleik en giftist svo konungssyninum vegna þess að hún er sú eina sem passar í týnda skóinn. Ævintýri Mme d’Aulnoy – Finette Cendron – er mun lengra en frá- sögn Perrault og hún fléttar söguna um Öskubusku inn í rammafrásögn í spænskum stíl sem einnig var áberandi í skáldsögum hennar. Hún tekur sér því meira frelsi en Perrault, prjónar framan og aftan við söguna og bætir við dramatískum innskotum sem brjóta upp frásögnina auk þess sem hún dvelur lengur við lýsingar af ýmsu tagi; ævintýri hennar endurspeglar þannig enn frekar stíl og smekk þeirra áheyrenda sem hún skrifar fyrir en sögur Per- raults. Einnig er kímnin sjaldan langt undan í sögunum. Almennt séð eru sögur Mme d‘Aulnoy því í stíl við önnur skáldverk þessa tímabils. Helstu sögupersónur hennar eru af konungaættum og alla jafna göfugar, hugrakkar og góðar enda sagði málshátturinn frá 1690 að göfugur uppruni tryggði góðan mann, „Bon sang ne peut mentir“.10 Sögurnar enda allar á mórölskum nótum, eins og algengt var um ævintýri, þótt iðulega sé lítið samhengi á milli sögunnar og boðskaparins sem hún virðist eiga að flytja. Ef fólki af lægri stéttum bregður fyrir er það oftast ljótt á einhvern hátt og höfundur gerir grín að borgarastéttinni í þessari íhaldssömu mynd af samfélaginu sem hún dregur upp. Það er þó athyglisvert, að yfirleitt eru kvenhetjur Mme d’Aulnoy ekki bara fallegar heldur líka gáfaðar og þær taka málin í sínar hendur þegar foreldrar eða aðrir sem yfir þeim ráða reynast þeim illa. Í heimi ævintýrsins er álfkonan fremst meðal jafningja og Nadine Jasmin bendir á að í ævintýrum hennar sé álfkonan staðgengill höfundar; höfundurinn er þá eins konar álfkona og penninn ígildi töfrasprotans sem gerir allt mögulegt.11 Fríða og Dýrið Áhugi á ævintýrum minnkaði ekki í Frakklandi á 18. öld. Þúsund og einni nótt var snúið á frönsku af Antoine Galland í upphafi 18. aldar og í kjölfarið voru fleiri ævintýrasöfn gefin út, til dæmis safnið Þúsund og einn dagur, sem einnig átti að innihalda persnesk ævintýri í þýðingu Francois Pétis de la Croix en er að öllum líkindum stæling, 12 Þúsund og eitt korter, Þúsund og ein klukkustund, Þúsund og einn greiði, Þúsund og ein dilla, Þúsund og eitt þvaður! Austurlönd og framandi heimar heilluðu lesendur og áheyrendur og hinn skynsami Voltaire var einn þeirra sem spreyttu sig á þessu stutta frásagnarformi þegar hann skrifaði, í anda upplýsingarinnar, heimspeki- sögurnar Birting, Zadig og örlögin, Míkrómegas, o.fl. þar sem söguhetjan TMM_3_2018.indd 22 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.