Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 28
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 28 TMM 2018 · 3 enda dreymir stúlkuna ekki í þessari sögu; hér lifir Fríða ekki því tvöfalda lífi sem einkennir frásögn Mme de Villeneuve. Hér er það pabbinn sem fær heita súkkulaðið morguninn eftir fyrstu nótt sína í höllinni, rétt áður en hann tekur rósina. Þegar Fríða játast loks Dýrinu sneiðir Beaumont hjá nóttinni sem var svo fyrirkvíðanleg og lætur Dýrið breytast með eins konar hókuspó- kus í myndarlegan prins. Allt kemur þetta Fríðu „skemmtilega á óvart“ en hún finnur alls enga löngun hjá sér til að kyssa þennan fallega unga mann. Í meðförum Mme Leprince de Beaumont er sagan um Fríðu og Dýrið fyrst og fremst dæmisaga um það hvernig góð stúlka eigi að haga sér. Fríða er einstök í sögunni; hún er þrautseig, þolinmóð, falleg, blíðlynd og glaðlynd, góð og fórnfús og það margborgar sig! Systur hennar eru gráðugar, hrokafullar og afbrýðisamar og í sögulok er þeim grimmilega refsað af álfkonu. Svo er ekki í gerð Mme de Villeneuve; þar eru þær boðnar til brúðkaupsins ásamt allri fjölskyldu Fríðu. Kver Mme Leprince de Beaumont var notað um alla Evrópu sem kennslu- bók í frönsku og var endurútgefið ótal sinnum og þýtt.25 Þannig breiddist sagan um Fríðu og Dýrið út í styttri og einfaldaðri gerð þar sem lítið var gert úr þeim frásagnarstíl sem einkenndi skáldsögur tímabilsins og þeim þáttum verksins sem ætla má að hafi höfðað hvað mest til lesendahóps Mme de Villeneuve. Bókin kom út á dönsku á árunum 1763–1764 í þýðingu Johans Christians Schønheyder sem hugsanlega studdist við þýska þýðingu eins og algengt var í Danmörku þegar þýtt var úr frönsku.26 Þessi breytta frásögn barst alla leið til Íslands strax undir lok 18. aldar þegar fyrstu ritin fyrir börn voru gefin út á íslensku og sögur þýddar. Hvatinn að þeim útgáfum var viðleitni menntamanna til þess að uppfræða almenning, börn þar með talin, í anda upplýsingarinnar.27 Lærdómsmenn sömdu því og þýddu fjölmörg rit í þeim tilgangi, bæði almenns eðlis og skáldverk. Hannes biskup Finnsson var einn þeirra Íslendinga sem sendu frá sér ritsmíðar sem ætlaðar voru almenningi á þessum tíma, t.d. í alþýðulestrarbókina Qvöld- vökurnar 1794 sem kom út í tveimur bindum árin 1796 og 1797. Þar er að finna efni af ýmsu tagi, meðal annars nokkrar af fyrstu sögunum fyrir börn og unglinga sem þýddar voru á íslensku. Í fróðlegum inngangsorðum Hann- esar kemur fram að hann vill í senn fræða og skemmta lesendum með þeim textum sem hann hefur valið í kverið því hann er meðvitaður um að ekki má ofgera börnum og ungmennum með lestri trúarlegra rita.28 Í þýðingu hans nefnist ævintýri Mme de Beaumont Um skrýmslið góða. Hannes lagði meðal annars stund á frönskunám í Kaupmannahöfn og mun honum hafa staðið til boða að gerast þýðandi við hirð Frakklandskonungs.29 Ekki er þó víst að hann hafi þýtt Fríðu og Dýrið beint úr frönsku. Hann sleppir til að mynda kakóbollanum og setur „frókost“ í hans stað. Svona þýðir hann loka- orð sögunnar þegar álfkona hrósar Fríðu fyrir að hafa valið rétt en refsar systrum hennar: TMM_3_2018.indd 28 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.