Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 29
S k r í m s l i ð o g k a k ó b o l l i n n
TMM 2018 · 3 29
Fríða! sagði þessi frú, sem var ein mikils háttar loftgyðja, tak hér á móti launum fyrir
það þú valdir svo vel þinn ektamaka! Þú mast meira dygð og góðgirni, heldur enn
fríðleika og skarpleika. Þú forþénar þess vegna að finna allt þetta sameinað hjá einni
og sömu manneskju. Þú verður nú mektug Drottning, og ég vona að það háa stand
ekki skemmi þínar dygðir. Hvað ykkur viðvíkur, konukindur!, sagði Loftgyðjan við
báðar eldri systurnar, þá þekki ég ykkar hjartalag og alla þá vonsku sem þar býr.
Verðið þið að tveimur steinstoðum, en þið skuluð halda allri ykkar skynsemi innan
í steininum, þið skuluð standa þar sín við hvorn dyrastafinn á slotinu hennar Fríðu,
og ég legg ekkert á ykkur nema að horfa þar upp á hennar lukku, og þið skuluð ekki
komast aftur í ykkar fyrra stand, fyrri enn þið þekkið ykkar bresti. Það hefir skeð,
að menn hafa orðið leiðréttir frá stolti, bræði, óhófsemi og leti, en kraftaverk er það,
þegar sá, sem er illgjarn og öfundsjúkur, umvendist.
Loftgyðjan sló sprotanum sínum á gólfið, og flutti alla þá, sem í salnum voru í ríki
hins unga kóngs, þegnum hans var mikill fögnuður að sjá hann aftur. Hann giftist
Fríðu sinni, lifðu þau bæði lengi og vel í fullkominni farsæld, af því hún var grund-
völluð á dygðinni. 30
Lokaorð
Öll ævintýri eru töfraspegill sem draga fram eitthvað úr okkar innra lífi,
sagði sálgreinandinn Bruno Bettelheim. Þannig fjallar sagan um Fríðu og
Dýrið um kynferðislegan þroska unglingsins sem flytur ást sína á foreldri
yfir á annan einstakling. Hér er það Fríða sem áttar sig á því að hún elskar
í raun Dýrið meira en föður sinn og yfirstígur um leið óttann við kynlíf og
þá hugsun að það sé viðbjóðslegt og dýrslegt. Þannig verður hið nýja við-
fang ástarinnar fagurt þegar einstaklingurinn sættir sig við breytinguna.31
Þótt deila megi um þessa túlkun á ævintýrinu er rétt að nefna að rósin hefur
lengi verið tákn fyrir ást, bæði andlega og líkamlega. Bón Fríðu mætti því
túlka sem löngun ungrar stúlku til að kynnast ástinni.32 Einnig má rifja
upp þá skoðun breska rithöfundarins Marine Warner að í ævintýrinu um
Fríðu og Dýrið megi sjá gagnrýni á vald foreldra sem giftu dætur sínar eftir
hentugleika, eins og algengt var þegar Fríða og Dýrið varð að bókmennta-
legu ævintýri. Ungum stúlkum var fórnað fyrir peninga og þjóðfélagsstöðu
og þær látnar giftast mönnum sem voru miklu eldri en þær; stúlkurnar hafi
því óttast mennina og þá líkamlegu nánd sem var í vændum og útlit Dýrsins
endurspegli þessa ógn.33 Mme de Villeneuve hefur eflaust verið vel kunnugt
um þessa stöðu margra ungra kvenna sem bar að hlýða foreldrum sínum,
föður, og svo móður, ef faðirinn var ekki til staðar, og þegar konan var gengin
í hjónaband hlýddi hún manni sínum. Þess vegna voru margar konur sáttar
við ekkjustand á þessum tíma, eins og hún sjálf; þá gátu konur ráðið sér
sjálfar svo framarlega sem þær höfðu efni til.34 Ef til vill er rétt að lesa sögu
Mme de Villeneuve út frá þessu sjónarhorni þótt við getum ekki vitað hvað
vakti fyrir henni með skrifunum annað en að vinna fyrir sér með því að taka
TMM_3_2018.indd 29 23.8.2018 18:36