Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 37
F i s k u r á s a n d i þa r f a ð b e r j a s t f y r i r va t n i TMM 2018 · 3 37 tímar“. Í ljóðinu spyr Vilborg: „Nóra litla, hvert ætli þú hafir svo sem getað farið?“ Nóra skellti hurðinni á eftir sér í Dúkkuheimilinu, leikriti Henriks Ibsen, og fór frá fjölskyldu sinni. Þetta er uppreisn hennar gegn stöðu sinni innan heimilisins, gegn ímynd sinni, gegn eiginmanninum. Ákvörðun hennar mun hafa kallað á miklar pælingar hjá áhorfendum og lesendum, konum sem körlum. Verkið var svo áhrifamikið að það fór út fyrir land- steinana, bæði vestur til Íslands og alla leið austur til Kína. Dúkkuheimilið er þekktasta verk norrænna bókmennta í Kína. Það var á leslista í kínverskunámi, þannig að sérhver venjulegur menntaskólakrakki af minni kynslóð í Kína þekkir nafn Ibsens frá Noregi. En hvað vita krakkar í menntaskóla um þetta efni? Lengi var ég með óskýra mynd af þessu verki, ég taldi það vera einskonar Toy Story. Svo fór ég að lesa verkið alvarlega eftir að ég var gift og orðin mamma. Þá fóru af stað alvöru íhuganir um hlutverk kvenna á heimilinu, í samfélaginu og um samband kynjanna. „Hvert ætli þú hafir svo sem getað farið?“ Þessi fyrsta lína í ljóðinu „Erfiðir tímar“ vekur fiðring í brjósti mér. Það er vegna þess að árið 1923 flutti rithöf- undurinn Lu Xun (1881–1936) fyrirlesturinn „Eftir að Nóra fór að heiman“ í Kvennaháskóla Beijing sem er forveri Beijing Normal University. Þar fékk ég sjálf mína menntun í enskum bókmenntum. Lu Xun er álitinn fremstur allra höfunda í kínverskum nútímabókmenntum, brautryðjandi í þýðingum og í fararbroddi í menningarþróun. Fyrirlestur hans var svo birtur í ritsafni hans. Ég las hann vandlega eftir hafa kynnst ljóði Vilborgar. Fyrirlesturinn hefst á þessa leið: Í dag ætla ég að fjalla um „hvað gerðist eftir að Nóra fór að heiman“. Ibsen er norskur rithöfundur frá síðari hluta 19. aldar. Hann samdi ljóð en aðallega leikrit. Mörg leik- rita hans fást við samfélagsmál og stundum kallast þau samfélagsleikrit. Nóra er slíkt leikrit. Verkið heitir Dúkkuheimilið. Dúkka er tilbúið mannslíkan sem er stjórnað af þráðum og er leikfang fyrir börn, en í verkinu kemur í ljós að Nóra er dúkka undir stjórn eiginmannsins. Svo fer hún í burtu, skellir hurðinni á eftir sér. Tjald fellur og leiksýningu lýkur. Svona er leikritið og ég ætla ekki að fara ítarlegar í efnið. Hverju þarf að breyta svo að Nóra fari ekki? Ibsen er sannarlega sjálfur með lausn í verkinu Konunni við hafið. Titilpersónan þar er gift kona en hún á elskhuga handan við hafið. Elskhuginn kemur einn daginn og býður frúnni að koma með sér burt. Hún segir manninum sínum frá því og ætlar til fundar við elskhugann. Eiginmaðurinn segir að henni sé frjálst að velja og bera líka fulla ábyrgð á vali sínu. Að lokum fer hún ekki, þótt ekkert hafi breyst. Þannig að ef kona hefur val er möguleiki á því að hún flýi ekki frá heimilinu. En Nóra fór. Ibsen svaraði því ekki hvað varð um hana eftir það. Hann er fallinn frá, því miður, en ef hann væri á lífi myndi hann heldur ekki svara. Hann er skáld sem yrkir en er ekki að leysa vandamál samfélagins. Hann er eins og næturgali sem syngur einungis vegna þess að hann langar að syngja, ekki til þess að skemmta eða kenna. Sagt var að í veislu einni hefðu nokkrar konur komið til Ibsens og þakkað honum fyrir að verkið hefði verið mikil vakning og hvatning fyrir konur. Þá sagði hann: Ég ætlaðist ekki til þess, ég var bara að semja skáldskap. Ég spyr aftur: Hvað gerðist eftir að Nóra fór? Breskur höfundur hefur samið leikrit TMM_3_2018.indd 37 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.