Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 37
F i s k u r á s a n d i þa r f a ð b e r j a s t f y r i r va t n i
TMM 2018 · 3 37
tímar“. Í ljóðinu spyr Vilborg: „Nóra litla, hvert ætli þú hafir svo sem getað
farið?“ Nóra skellti hurðinni á eftir sér í Dúkkuheimilinu, leikriti Henriks
Ibsen, og fór frá fjölskyldu sinni. Þetta er uppreisn hennar gegn stöðu sinni
innan heimilisins, gegn ímynd sinni, gegn eiginmanninum. Ákvörðun
hennar mun hafa kallað á miklar pælingar hjá áhorfendum og lesendum,
konum sem körlum. Verkið var svo áhrifamikið að það fór út fyrir land-
steinana, bæði vestur til Íslands og alla leið austur til Kína.
Dúkkuheimilið er þekktasta verk norrænna bókmennta í Kína. Það var á
leslista í kínverskunámi, þannig að sérhver venjulegur menntaskólakrakki af
minni kynslóð í Kína þekkir nafn Ibsens frá Noregi. En hvað vita krakkar
í menntaskóla um þetta efni? Lengi var ég með óskýra mynd af þessu verki,
ég taldi það vera einskonar Toy Story. Svo fór ég að lesa verkið alvarlega eftir
að ég var gift og orðin mamma. Þá fóru af stað alvöru íhuganir um hlutverk
kvenna á heimilinu, í samfélaginu og um samband kynjanna.
„Hvert ætli þú hafir svo sem getað farið?“ Þessi fyrsta lína í ljóðinu „Erfiðir
tímar“ vekur fiðring í brjósti mér. Það er vegna þess að árið 1923 flutti rithöf-
undurinn Lu Xun (1881–1936) fyrirlesturinn „Eftir að Nóra fór að heiman“
í Kvennaháskóla Beijing sem er forveri Beijing Normal University. Þar fékk
ég sjálf mína menntun í enskum bókmenntum. Lu Xun er álitinn fremstur
allra höfunda í kínverskum nútímabókmenntum, brautryðjandi í þýðingum
og í fararbroddi í menningarþróun. Fyrirlestur hans var svo birtur í ritsafni
hans. Ég las hann vandlega eftir hafa kynnst ljóði Vilborgar. Fyrirlesturinn
hefst á þessa leið:
Í dag ætla ég að fjalla um „hvað gerðist eftir að Nóra fór að heiman“. Ibsen er norskur
rithöfundur frá síðari hluta 19. aldar. Hann samdi ljóð en aðallega leikrit. Mörg leik-
rita hans fást við samfélagsmál og stundum kallast þau samfélagsleikrit. Nóra er slíkt
leikrit. Verkið heitir Dúkkuheimilið. Dúkka er tilbúið mannslíkan sem er stjórnað af
þráðum og er leikfang fyrir börn, en í verkinu kemur í ljós að Nóra er dúkka undir
stjórn eiginmannsins. Svo fer hún í burtu, skellir hurðinni á eftir sér. Tjald fellur og
leiksýningu lýkur. Svona er leikritið og ég ætla ekki að fara ítarlegar í efnið.
Hverju þarf að breyta svo að Nóra fari ekki? Ibsen er sannarlega sjálfur með lausn
í verkinu Konunni við hafið. Titilpersónan þar er gift kona en hún á elskhuga handan
við hafið. Elskhuginn kemur einn daginn og býður frúnni að koma með sér burt. Hún
segir manninum sínum frá því og ætlar til fundar við elskhugann. Eiginmaðurinn
segir að henni sé frjálst að velja og bera líka fulla ábyrgð á vali sínu. Að lokum fer hún
ekki, þótt ekkert hafi breyst. Þannig að ef kona hefur val er möguleiki á því að hún flýi
ekki frá heimilinu.
En Nóra fór. Ibsen svaraði því ekki hvað varð um hana eftir það. Hann er fallinn
frá, því miður, en ef hann væri á lífi myndi hann heldur ekki svara. Hann er skáld sem
yrkir en er ekki að leysa vandamál samfélagins. Hann er eins og næturgali sem syngur
einungis vegna þess að hann langar að syngja, ekki til þess að skemmta eða kenna. Sagt
var að í veislu einni hefðu nokkrar konur komið til Ibsens og þakkað honum fyrir að
verkið hefði verið mikil vakning og hvatning fyrir konur. Þá sagði hann: Ég ætlaðist
ekki til þess, ég var bara að semja skáldskap.
Ég spyr aftur: Hvað gerðist eftir að Nóra fór? Breskur höfundur hefur samið leikrit
TMM_3_2018.indd 37 23.8.2018 14:19