Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 48
S i g u r ð u r S k ú l a s o n 48 TMM 2018 · 3 Peter Hall leggur mikla áherslu á þetta atriði og talar um helgi línunnar (þ. e. að leika línu sem heild frekar en einstök orð). Þetta er í samræmi við það sem Helgi Hálfdanarson segir: „Þar [í stakhendunni] eru ljóðlínur ekki hnepptar saman tvær eða fleiri, með rími né annarri formreglu, svo að í rauninni er hver ljóðlína sérstök brageining.“14 Þetta er grundvallaratriði: Hver ljóðlína er í rauninni sérstök brageining. En auðvitað ber víða við að tvær línur (eða fleiri) tengjast saman í hugsun, í tilfinningu. Og í íslenskri þýðingu þar sem ljóðstafasetningu er beitt er stundum greinileg tenging milli lína (þ.e. þegar stuðlar og höfuðstafur fara saman). Þá þarf að þræða þær með því að fara bil beggja og hvorki höggva þær í sundur né buna þeim út í eitt. Leikarinn veit hvar ein lína endar og önnur tekur við og fléttar við hugsun eða tilfinningu persónunnar. Hér má einnig benda á hvað ljóðstafir eru flytjendum bundins máls mikil stoð, því alla jafna eru þeir á áhersluatkvæði, auk þess sem þeir eru mikil hjálp við að læra línur. Og úr því minnst er á línur og línulengd þá eru ekki allar línur jafnlangar hjá Shakespeare. Sumar eru stuttar, kannski bara með sjö atkvæði eða sex eða jafnvel enn færri. Hér er hugsanlegt að höfundur sé að gefa vísbendingu. Þegar lína er stutt getum við verið nokkuð viss um að Shakespeare vilji gefa til kynna dok eða þögn af einhverju tagi og það segir okkur eitthvað, venju- lega um ætlun persónunnar.15 Shakespeare notar einnig svokallaðar deildar línur í verkum sínum. Þá skipta tvær persónur (eða fleiri) einni línu á milli sín. Þar með er gefið í skyn að leikararnir taki umsvifalaust við hver af öðrum – að þar sé engin þögn. En að sjálfsögðu eru þetta aðeins vísbendingar, við getum aldrei verið hundrað prósent viss. Allt eru þetta möguleikar, ekki lög. Við verðum að láta reyna á þetta sjálf. Að lokum má nefna eitt atriði til viðbótar: andstæður (e. antithesis). Shake- speare hefur greinilega mikið yndi af að tefla fram andstæðum merkingum og myndum, þ.e. einu orði gegn öðru orði gagnstæðrar merkingar, eða orða- mynd gegn orðamynd. Hér má taka sem dæmi orð Hamlets: að vera eða ekki vera (to be or not to be) eða orð Hinriks fimmta: en dulbúa sitt spektar-eðli í hrjúfan berserks ham (Disguise fair nature with hard-favoured rage). Í öllum verkum hans úir og grúir af slíkum andstæðum. Og til þess að móta og skýra hugsunina þarf leikarinn að leggja áherslu á þessar andstæðu myndir. Hann þarf bókstaflega að teikna þær upp, setja þá orð gegn orði eins og segir hreint út í Ríkarði öðrum.16 Útgangspunkturinn er ávallt og ævinlega þessi spurning: Hvað er á seyði í textanum? Hvernig er hann í laginu? Hvað felst í línunni, í orðunum sjálfum? Hvernig er þeim raðað saman? Hvaða orð bera áherslu og hvers vegna? TMM_3_2018.indd 48 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.