Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 114
H u g v e k j u r 114 TMM 2018 · 3 eins og kálfslifur,“ segir hann við sjálfan sig, og fer að hugsa um kálfslifrina sem amma hans eldaði fyrir hann þegar hann var barn. Hann snýr tungunni í munninum og finnst hann vera fullur af smábeinum, við það rifjast upp leikir hans í bernsku. Það er ekki fyrr en skömmu síðar að hann finnur að „smá- beinin“ eru í raun tennur. Hann sest upp og sér um leið teiknarann Tignous sem liggur látinn á bakinu, – í lögreglu- skýrslu las hann síðar að Tignous hefði enn verið með blýantinn lóðréttan milli fingranna, listamaðurinn dó teiknandi. Það verður löng þögn, blaðamaður- inn hugsar ekki um neitt nema bakpok- ann með bókum sínum og pappírum og þrýstir honum að sér eins og gömul kona sem er hrædd um að taskan verði tekin af henni. Svo koma til hans tvær samstarfskonur hans, grátandi en ómeiddar. Annarri þeirra réttir hann gemsann og biður hana að gera móður hans viðvart. Það er ekki fyrr en hann sér andlitið speglast í gleri gemsans að hann gerir sér grein fyrir því að hluti neðri kjálkans er á braut og stórt op í staðinn. Rétt hjá heyrir hann sársauka- stunur, það eru þá fleiri lifandi, hugsar hann en furðar sig á því að sjálfur finni hann hvergi til. Eftir nokkra stund koma björgunar- menn og bera hann út. Fyrir utan sér hann risa í einkennisbúningi, sá lítur á hann og segir: „Þetta eru styrjaldarsár.“ Á leiðinni í sjúkrahúsið rótar blaðamað- urinn sífellt í bakpokanum til að leita að sjúkrasamlagsskírteini sínu. Eftir þessari frásögn að dæma var þetta örlagaþrungna Augnablik á rit- stjórnarskrifstofu Charlie Hebdo því jafn ruglingslegt og óskiljanlegt og önnur. Blaðamaðurinn leiðir hugann í ýmsar áttir, sumar með öllu óskyldar, en hann hugleiðir ekki samhengið, skop- myndirnar af Múhameð spámanni, reiði múslíma í kjölfarið, ritdeilurnar, morð- hótanirnar … Hann hugsar heldur ekki um það hvað af þessu kunni að leiða. Niðurstaðan af þessu öllu er því sú að Augnablikið sé í sjálfu sér óskapnaður sem hönd verði ekki fest á, hvort sem það er hversdagslegt eða dramatískt. Það væri freistandi að gera undantekningar með skáld, einkum þau sem yrkja hækur, því þær eru ljóðlist augnabliks- ins; kannske myndu þau hafa það eitt- hvað á þessa leið: Skurður á handlegg. Munnur fullur af beinum. Kálfslifur ömmu. En jafnvel þau koma ekki skipulagi á nema örlítinn hluta af óskapnaðnum. Til að ráða gátuna þarf að velta fyrir sér tímanum á annan hátt en þeir heim- spekingar gera sem áður var vitnað í. Sumir vilja skilgreina hann sem ævar- andi nútíð, en það er hæpin lausn: enda- laus röð af Augnablikum óskapnaðar getur aldrei orðið nokkur merkingarbær skepna, í honum getur aldrei orðið nein merking. Því finnst mér ekki úr vegi að leita heldur í smiðju Stóuspekinganna fornu. Þeir voru efnishyggjumenn út í æsar og litu svo á að ekkert væri í raun- inni til nema efnislegir hlutir og líkam- ar, og þá afstaða þeirra sín á milli. Sam- kvæmt því ætti ekkert að vera til nema í augnablikinu. En þeir gerðu einnig ráð fyrir einhverju sem væri óhlutgert og því ekki til en hefði samt einhverja aðra tegund veru, það voru incorporalia, eða „óhlutgervingar“. Á þann hátt skil- greindu þeir rúmið, staðinn, tímann og stundina, og svo hið fimmta, to lekton eða „hið segjanlega“, en í því felst sá eig- inleiki hluta og óhlutgervinga að hægt er að tjá þá í mannlegu tungumáli, festa á þá orð og setningar. Hin æðsta kate- goría þessara efnishyggjumanna var því ekki „veran“, þ.e. hlutirnir, heldur ti, TMM_3_2018.indd 114 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.