Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Síða 23
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS22
Af þeim 19 kömbum sem teljast til gerðanna E1‒E2 hafa níu fundist við
rannsóknir á minjum milli landnámsgjósku og 1300, f lestir á bilinu frá því
um miðja 11. öld til um 1200 (sjö eintök).
Kambar af E3‒gerð (mynd 10) eru styttri og með beinna bak en gerðir
E1/E2, en þó ekki eins beint og á gerðum E4 og E6. Okarnir er fremur
f latir‒ávalir og endaplötur fremur hornréttar á okann. Í Bergen eru kambar
af E3-gerð oftast 8‒14 cm langir.60 Af einraða kömbum fundnum þar eru
19 (af 223 kömbum61) taldir af þessari gerð og allir óskreyttir nema einn. Í
Bergen er E3 einkum talin vera 12. aldar gerð, þó að eintök finnist bæði í
yngri og eldri lögum. Fáir E3‒kambar hafa fundist í Osló en þeir koma úr
mannvistarlögum frá um miðri 11. öld og frameftir þeirri 12.62 Í Þrándheimi
fundust um 23 kambar af gerðinni (af rúmlega 500). Þar finnast þeir í
mannvistarlögum frá um 1075‒1325 en eru algengastir á tímabilinu frá
fyrri hluta 12. aldar til seinni hluta 13. aldar.63
Enginn kambur sem fundist hefur hér á landi er örugglega af þessari
gerð en sá sem einna helst svipar til hennar er lausafundur frá Eiðum, Þjms.
1964‒229, en okar hans eru helst til f latir miðað við samanburðarefni. Þessi
kambur hefur ekki verið styttri en 17 cm heill, hæð er 4,7 cm og fjöldi tanna
á cm eru 4‒5. Þrjú brot úr Þistilfirði og Vatnsfirði minna á þessa gerð en ekki
verður skorið úr því með vissu en öll brotin eru talin vera frá því fyrir 1300.64
60 Øye 2005, bls. 400.
61 Sama heimild, bls. 398.
62 Wiberg 1977, bls. 204; Øye 2005, bls. 405, 410.
63 Flodin 1989, 21, mynd 43, bls. 124.
64 Oddgeir Isaksen 2013, bls 34; Amorosi 1991, Amorosi 1992; Amorosi 1996.
0 2,5 5
Mynd 10: Kambur af gerð E3, Þjms. 1964-229, fannst við framkvæmdir á Eiðum. Teikning: Stefán Ólafsson.