Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 45
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS44
eða tré. Fornleifafræðilega hafa þeir
tímarammann 17.‒18. öld en gætu
fylgt tískusveif lu sem barst frá Evrópu
þar sem einraða kambar með grófri
tannaröð urðu vinsælir á 18. öld.
Breyting úr tvíraða kömbum
yfir í einraða kamba á seinni hluta
18. aldar er ekki bundin við Ísland,
hennar verður vart víða um heim.179
Áberandi hárgreiðsla var í tísku meðal
evrópskra yfirstétta á 18. öld og
hafi erlendir tískustraumar einhvers
staðar borist að Íslandsströndum var
það til biskupsstólanna, en þangað
bárust sennilega allar nýjungar og
munaðarvarningur sem til landsins
kom. Á seinni hluta 18. aldar verður
líka sú breyting á að hár kvenna
verður sýnilegra og þær fara að nota
húfur í stað falda og höfuðklúta.
Sagt er að fyrsta konan á Íslandi
sem skipti á gamla höfuðfatinu, sem
huldi allt hár, og prjónaðri skotthúfu
þar sem hárið sást undan húfunni,
hafi verið Valgerður Jónsdóttir
biskupsfrú í Skálholti um 1790, sem
þá var ein auðugasta kona landsins
og áhrifamikil í íslensku samfélagi.180
Þarna hefur hún verið að fylgja
evrópskum tískustraumum.
179 Sjá White 2005, bls. 111.
180 Elsa E. Guðjónsson 1969, bls. 37; Gísli Sigurðsson 2003, bls. 284‒285.
0 2,5 5 cm
Mynd 31: Einraða kambur úr beini,
2007‒64‒13667, frá Skálholti.
Teikning: Stefán Ólafsson.
Mynd 32: Einraða kambur úr beini,
Þjms. 2005‒37‒8307, frá Hólum
í Hjaltadal. Ljósmynd: Ragnheiður
Traustadóttir.
0 2,5 5 cm
0 2,5 5 cm
Mynd 33: Einraða kambur úr tré, 2002-64-921,
frá Skál holti. Teikning: Stefán Ólafsson.