Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 58
57FORNLEIFARANNSÓKN Á 19. ALDAR HVALVEIÐISTÖÐVUM Á VESTFJÖRÐUM leir- og glermunir voru fjarlægðir til nánari greiningar en annars voru gripir f lokkaðir á staðnum, þ.e. leir, gler, járn o.s.frv. og í þeim tilfellum þar sem hægt var að greina hlutverk gripanna var því bætt við f lokkunina. Í öðru lagi voru minjar bæði á landi og í sjó skráðar. Við minjakönnun á stöðum sem hafa tengingu við hafið, svo sem á verslunar stöðum eða verstöðvum, er sjaldan kannað hvaða minjar gætu leynst á hafsbotni. Neðansjávarminjar eru iðulega ósýnilegar af landi séð, en eru engu að síður mikilvægur hluti minjasvæða.6 Af þeim sökum var ákveðið að kanna með aðferðum fornleifafræðinnar 150 x 150 m svæði á hafsbotninum fyrir framan hverja hvalveiðistöð og skrá þær minjar sem þar leyndust. Svæðin voru fyrst mæld með tvígeislamæli sem dreginn var á eftir báti. Tvígeislamælirinn sendir frá sér hljóðbylgjur sem endurkastast af hafsbotninum og dregur hann 40 metra. Með þessu fæst nákvæm mynd af því sem er á hafsbotninum. Síðan var kafað niður og sett út hnitakerfi og voru gripir mældir inn samkvæmt þessu. Samhliða fornleifaskráningunni var rætt við bændur sem búa í nágrenni við hvalveiðistöðvarnar til að af la frekari upplýsinga um þær og þá sérstaklega sögu stöðvanna eftir að hvalveiðum lauk. Að auki var rætt við aðra íbúa á svæðinu, ferðaþjónustuaðila og sveitarstjórnir í þeim tilgangi að fá skilning á upplifun þessara aðila á minjastöðunum, hvaða skoðun þeir hefðu á þeim og hvort þeir teldu að hægt væri að nýta hvalveiðistöðvar Norðmanna á einhvern hátt, t.d. í ferðaþjónustu. Hvalveiðar við Ísland Þrátt fyrir fengsæl hvalamið við strendur Íslands stunduðu Íslendingar ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en á 20. öld. Ritaðar heimildir benda til að frá upphafi landnáms hafi Íslendingar að mestu nýtt hvalreka sem var talinn mikil búbót en ritaðar heimildir benda að auki til þess að landsmenn hafi stundað hvalveiðar þegar tækifæri gáfust.7 Fornleifarannsóknir hafa varpað ljósi á að Íslendingar kunnu vel þá aðferð að vinna lýsi úr hvalspiki og litlir bræðsluofnar hafa fundist bæði við verslunarstaði í Gautavík í Berufirði8 og bæjarstæði Bæjar í Öræfum..9 Þó er alveg eins líklegt að þessir ofnar hafi verið notaðir til að vinna hákarla- og sellýsi, sem var ein af útf lutningsvörum Íslendinga á miðöldum.10 6 Parker 2001; sjá einnig Westerdahl 2011. 7 Grágás 1992; Jónsbók 2004; sjá einnig Magnús Már Lárusson 1962, bls. 170. 8 Guðmundur Ólafsson 1979, bls. 15. 9 Bjarni F. Einarsson 2008, bls. 72–89. 10 Lúðvík Kristjánsson 1983, bls. 319–321; Helgi Þorláksson 2017, bls. 103.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.