Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 59
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS58
Fyrstu heimildir um hvalveiðar í atvinnuskyni í Norður-Atlantshafi má
rekja til Baska á 11. öld. Í fyrstu voru veiðarnar bundnar við Fetlafjörð
(Biskayf lóa) og snérust nær eingöngu um veiðar á sléttbak. Þegar á leið
tók stofnum sléttbaka í Fetlafirði að hnigna verulega vegna ofveiði og
leituðu því baskneskir hvaleiðimenn lengra út á Atlantshafið í leit að nýjum
miðum.11 Um miðja 16. öld reistu Baskar hvalveiðistöðvar við Red Bay í
Kanada og stunduðu þaðan umfangsmiklar veiðar á sléttbak og hnúfubak
allt til loka 16. aldar. Þegar stofnar slétt- og hnúfubaka hrundu vegna
ofveiði leituðu þeir enn lengra í norður eftir fengsælli miðum.12 Við upphaf
17. aldar birtust baskneskir hvalveiðimenn við strendur Íslands og á fyrsta
áratug aldarinnar voru þeir nær einráðir í hvalveiðum á þeim slóðum.13
Á fyrri hluta 16. aldar hófu aðrar þjóðir hvalveiðar á Norður-
Atlantshafi, einkum Hollendingar og Englendingar og á fáum árum tókst
þeim að hrekja Baska af miðunum; í kjölfarið réðu þessar þjóðir lofum og
lögum í hvalveiðum á svæðinu.14 Englendingar og Hollendingar byggðu
hvalveiðistöðvar í Norður-Noregi, á Svalbarða, Jan Mayen og á Íslandi.
Hvalaafurðir, sér í lagi hvallýsi, var unnið í stöðvunum fram á seinni
hluta 17. aldar en þá lögðust þær af, bæði vegna tækninýjunga sem gerðu
mönnum kleift að bræða spik um borð í skipunum samhliða því að byrjað
var að bræða spik í heimahöfnum.15 Á tímabilinu frá lokum 17. aldar og
fram á 19. öld lá vinnsla í landstöðvum á Norður-Atlantshafssvæðinu niðri
og það var ekki fyrr en með frekari tæknibreytingum um miðja 19. öld að
þær urðu aftur mikilvægur hlekkur í vinnslu hvalaafurða.
Þegar komið var fram á 19. öld stunduðu margar þjóðir hvalveiðar í
atvinnuskyni á Norður-Atlantshafi en það voru helst Danir, Norðmenn
og Bandaríkjamenn sem kepptu um hvalveiðar við Íslendinga. Svo fór að
aðeins Norðmenn veiddu hvali við Íslandsstrendur til langframa. Ástæðuna
fyrir því má rekja til þeirrar tækninýjungar sem eignuð er norska sel- og
hvalfangaranum Svend Foyn. Hann tvinnaði saman hraða gufuskipa og
nýtilkomnum sprengiskutli, sem gat dælt lofti í hvali svo að þeir f lutu. Með
þessari aðferð var mögulegt að veiða stærri og hraðsyndari hvalategundir
en áður þekktist og leiddi það til þess að hægt var að skutla mun f leiri
hvali en mögulegt var að verka um borð í hvalveiðibátum. Af þeim sökum
11 Barkham 1984, bls. 515‒519; Aguilar 1986, bls. 191–199.
12 Barkham 1984, bls. 515‒519; Tuck og Grenier 1981, bls. 180–188.
13 Trausti Einarsson 1987; sjá einnig Ragnar Edvardsson og Magnús Rafnsson 2011, bls. 145‒165
14 de Jong 1972, bls. 41.
15 Thomas 1935, bls. 54‒76; Hacquebord og Vroom (ritstj.) 1988; bls. 16–110; Sanger 1995, bls. 15‒32;
Frank 2005, bls. 204‒206.