Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 72
71FORNLEIFARANNSÓKN Á 19. ALDAR HVALVEIÐISTÖÐVUM Á VESTFJÖRÐUM
breytingum á liðnum árum. Skráningin sýndi að sumarhús, sem reist var á
seinni hluta 20. aldar, var byggt á sama stað og bræðsluhús hvalstöðvarinnar
og á suðurhluta svæðisins er einnig búið að smíða timburskúr ofan á
tóftir stöðvarinnar. Að auki er tóft (7) í stórhættu vegna trjáræktar. Hér
mætti jafnframt nefna lagningu Djúpvegar (61). Þessar framkvæmdir og
gróðursetning trjáa hafa auðsýnilega raskað minjum á Uppsalaeyri og
breytt ásýnd staðarins frá tímum hvalveiðimanna.
Höfðaoddi í Dýrafirði
Á árabilinu 1893 til 1903 rak hvalveiðifélagið Victor A/S hvalveiðistöð á
Höfðaodda (nefnt Framnes af Norðmönnum) í Dýrafirði,44 um 0,5 km
ASA af núverandi bæjarstæði Höfða. Búið er að slétta svæðið á Höfðaodda
og leggja undir tún. Samtals voru 12 minjastaðir skráðir, þar af sjö frá veru
hvalveiðifangara. Fáar tóftir voru sjáanlegar á yfirborði vegna túnasléttunar;
eingöngu mótar fyrir vallgrónum tóftum yst á Höfðaodda (mynd 10).
Þrátt fyrir fremur rýra gagnasöfnun á vettvangi tókst að skapa ágætis
mynd af skipulagi og hlutverki minja á hvalveiðistöðinni, sérstaklega gerði
kort sem Norðmenn drógu upp af stöðinni það mögulegt. Á austurströnd
Höfðaodda eru tveir ljósgrænir hólar sem skera sig frá umhverfinu.
Hólarnir eru trúlega leifar minjastaða sem jarðýtur ýttu upp þegar svæðið
var sléttað og græni liturinn stafar af þeim mannvistarleifum sem þar eru
undir. Samkvæmt endurminningum Magnúsar Gíslasonar var íbúðarhús
verkamanna á þessum slóðum.45 Að sögn Sighvats Jóns Þórarinssonar,
ábúanda á Höfða, hefur hann tínt margvíslega gripi í fjörunni á þessu svæði
í gegnum tíðina46. Á suðaustasta fjörublettinum á Höfðaodda má sjá vel
heillega múrsteinsbúta, sem án efa eru leifar úr strompi bræðslunnar (1).
Strompurinn hefur vísast endað í fjörunni þegar túnið var sléttað (mynd 3).
Grunnur bræðslunnar er enn sýnilegur sem grasivaxin tóft (2), 20 x 12 m
að stærð og snýr NA-SV. Tóftinni var raskað í seinni tíð í kjölfar háspennu-
og rafmagnslagningar, og hefur líklega verið stærri að grunnf latarmáli en
hér er gefið upp.
Tekin var ljósmynd af stöðinni um 1900 og er myndin í vörslu Hval-
fangst museet í Sandefjord. Á henni má greina fyrrgreinda bræðslu,
bryggju (3), og geymslu (4). Engin ummerki um bryggju (3) fundust við
44 Trausti Einarsson 1987, bls. 54.
45 Magnús Gíslason 1949, bls. 20.
46 Sighvatur Jón Þórarinsson, munnleg heimild.