Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 78
77FORNLEIFARANNSÓKN Á 19. ALDAR HVALVEIÐISTÖÐVUM Á VESTFJÖRÐUM verið bræðslur. Þær voru reistar eins nálægt þeim hluta eyrarinnar þar sem hvalir voru f lensaðir og mögulegt var. Það hefur verið hagræði enda var reynt að hafa tímann frá því að hvalurinn var skutlaður og þar til hann var unninn í lýsi sem skemmstan. Af sömu ástæðu hafa lýsispallar ekki verið fjarri bræðslunni. Við hvalveiðistöðvar voru byggðar bryggjur og skipakvíar, þar sem skip voru bæði fermd og affermd. Ummerki um skipakvíar eru eingöngu sýnileg á Uppsalaeyri en samkvæmt uppdrætti var einnig skipakví á Höfðaodda. Skipakvíar voru sá staður þar sem viðgerðir á skipum fóru fram en engin ummerki um þurrkvíar fundust við rannsóknina. Við bræðslur og skipakvíar hvalveiðistöðvarinnar voru gjarnan smærri byggingar sem hafa verið kolageymslur og aðrar tegundir af skemmum. Skýrasta dæmið um hið almenna skipulag sem lýst er hér að ofan er á hvalveiðistöðinni á Uppsalaeyri. Þar var bræðslan staðsett yst á eyrinni, skammt undan til suðvesturs var lýsispallur og fast norðan við bræðsluna skemma. Allra syðst á hvalveiðistöðvarsvæðinu, á suðurenda eyrarinnar, var skipakví stöðvarinnar, um 110 m SSA við bræðsluna (sbr. mynd 3). Skráning gripa sem sáust á yfirborði og rannsókn minja á hafsbotni gaf betri mynd af umsvifum og eðli hvalveiðistöðvanna. Þetta kemur hvað best í ljós á Dvergasteinseyri en þar gaf neðansjávarkönnunin sterka vísbendingu um að skip hafi verið fest á norðurhluta eyrarinnar og að þar hafi verkun hvala farið fram. Bæði bentu bryggjuleifar, tveir bryggjupollar norðanmegin í fjörunni og talsvert magn balleststeina á hafsbotninum til þess að á því svæði hafi skip legið við festar. Með því að hnitsetja þá gripi sem lágu á yfirborði var hægt að greina nánara hlutverk sumra bygginga, eins og smiðjunnar á eyrinni sem reist var fjarri öðrum mannvirkjum sökum eldhættu. Flestir skráðu gripanna voru leirmunir; múrsteinar, diskar, skálar og bollar, glermunir; vín- og bjórf löskur en einnig voru skráðir járngripir og voru þeir f lestir ýmiss konar verkfæri. Aðeins fáir gripir voru fjarlægðir til nánari greiningar og skreytingar og merkingar á leirmunum sýndu að þeir voru allir frá seinni hluta 19. aldar (mynd 13). Ein skál var merkt skipafélaginu Det Norske Dampskibselskab og önnur var merkt gufuskipinu Norway, sem sigldi með farþega frá Noregi til Bretlandseyja um 1900.53 Á síðastliðnum 15-20 árum hefur umfjöllun um ástand strandminja aukist í löndum við Norður-Atlantshafið, t.d. á Bretlandseyjum, í Frakk- landi og Bandaríkjunum.54 Rannsóknir á strandminjum beggja vegna 53 Bonsor 1975, bls. 110–130. 54 Ashmore 1994; Dawson 2007.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.