Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Síða 112
111FERÐASAGA MÓSAÍKFLÍSA – PORFÝRSTEINAR Á ÍSLANDI
þeirri samantekt má sjá að íslenskir altarissteinar eru ólíkir að stærð og
gerð. Þeir eru meðal annars gerðir úr bergtegundum sem til eru hér á landi
á borð við grágrýti, blágrýti, rauðan jaspis, líparít og andesít. Aðrir eru úr
innf luttu og fágætu efni, svo sem hvítum marmara og porfýrsteini. Velta
má fyrir sér hvort altarissteinar úr grágrýti og porfýr hafi þótt jafnir að
gæðum eða hvort ekki hafi þótt eftirsóknarverðara að eignast altarissteina
úr fágætum og innf luttum efnum.
Notkun porfýrsteinsins
Porfýrsteinn var vinsæll í Rómaveldi og var f luttur þangað frá Egyptalandi
og Grikklandi til að skreyta byggingar og gólf og ýmis minnismerki.
Nafn steinsins er dregið af gríska orðinu porphura, purpuralitur, en hann
er einkennandi litur rauða porfýrsteinsins.24 Rauði porfýrsteinninn
er egypskur að uppruna, frá Mons Porphyrites, og er talinn hafa verið
sóttur þangað á 1.-4. öld e.Kr. en ekki hafa fundist ummerki um vinnslu
í námunum frá því eftir miðja 5. öld e.Kr. fram til u.þ.b. 1930 út frá
nýlegum vettvangsrannsóknum í námunum.25 Græni porfýrsteinninn
var ýmist nefndur lapis lacedaemonius, krokeatis lithos, porfido verde antico eða
jafnvel porfido serpentino verde sökum þess að útlit hans var talið minna á
slönguskinn.26 Pliníus eldri nefnir í umfjöllun sinni um tegundir marmara
að græni marmarinn frá Lakóníu sé skærastur allra marmara að lit.27
Steinninn fyrirfinnst í Lakóníu í Grikklandi og var hafið að vinna hann
þar á bronsöld en dæmi eru um að Mýkenumenn og Etrúskar hafi notað
hann.28 Talið er að vinnslu á græna porfýrsteininum hafi einnig verið hætt
fyrir lok 5. aldar e.Kr. líkt og með rauða porfýrsteininn.29 Pliníus eldri lýsti
porfýrnámunum í Grikklandi og Egyptalandi á þann veg að í Lakóníu
hafi ekki þurft námugröft til að sækja græna porfýrsteininn heldur hafi
steinarnir legið rétt undir yfirborði jarðar.30 Á hinn bóginn nefnir hann
að í porfýrnámunum í Egyptalandi sé hægt að vinna rauða porfýrsteininn
í hvaða stærð af steinblokkum sem er31 og því hægt að nýta hann í stórar
einingar á borð við súlur og styttur. Græni steinninn var hins vegar öðru
24 Lynn 1984, bls. 19.
25 Del Bufalo 2012, bls. 61; Peacock 1997, bls. 712.
26 Koutsovitis o.fl. 2016; Stylegar 2010, bls. 65.
27 Pliníus eldri 1855, bók XXXVI, kafli 11.
28 Cormack 1989, bls. 43.
29 Lynn 1984, bls. 19.
30 Pliníus eldri 1855, bók XXXVI, kafli 11.
31 Sama heimild.