Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 118

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 118
117FERÐASAGA MÓSAÍKFLÍSA – PORFÝRSTEINAR Á ÍSLANDI sem altarissteinar eða ferðaölturu því að írska fundasafnið hefur eins og áður segir einnig verið túlkað sem minjagripir pílagríma.73 C.J. Lynn, sem hefur m.a. rannsakað írsku porfýrsteinana, hefur bent á að f lesta porfýrfundi í Dublin megi rekja aftur til 11. aldar og telur að hægt sé að tengja þá fundi við ferðir pílagríma í gegnum borgina, en kenningin virðist einna helst eiga að útskýra hvernig rómverskir steinar, sem oft var að finna á trúarlegum miðstöðvum, hafi dreifst til Írlands.74 Lynn dregur þó ekki endilega í efa að um altarissteina sé að ræða en telur að óháð því hvort porfýrsteinarnir hafi verið notaðir í ferðaölturu eða verið minjagripir pílagríma þá hafi þeir sennilega borist til Írlands með pílagrímum eða tengst ferðum þeirra.75 Greining á íslenskum porfýrgripum Í þessari rannsókn voru kannaðir þeir ellefu steinar á Íslandi sem taldir hafa verið úr porfýr og þeir greindir nánar til að ganga úr skugga um að raunverulega sé um porfýrsteina að ræða. Voru þar á meðal nokkrir gripir sem vafi lék á að væru úr porfýr, þ.e. altarissteinn frá Melakirkju og þrír ílangir rauðir steingripir úr Viðey og verður hér fjallað nánar um greiningu þeirra. Einnig var leitast við að kanna ógreinda steina með því að fara yfir lýsingar á steingripum í gagnagrunninum Sarpi sem gætu fallið að útlitslegri lýsingu á porfýr, en engir nýir porfýrgripir komu í leitirnar með þeim hætti. Sólveig Guðmundsdóttir Beck jarðfornleifafræðingur sá um greiningar á steinunum og verður hér byggt á niðurstöðum hennar um þá steina sem vafi lék á um að væru úr porfýr. Við greiningu kom í ljós að fundnir porfýrsteinar á Íslandi eru alls sjö talsins en nánar verður fjallað um þá að neðan. Eftirfarandi steinar eru þeir sem vafi lék á að væru úr porfýr en eru samkvæmt greiningunni úr öðrum bergtegundum. Altarissteinn úr Melakirkju Árið 1879 færði Helgi Sigurðsson prestur á Melum Forngripasafni Íslands altarisstein, hurðarhring og krossmark úr Melakirkju í Melasveit.76 Aldur altarissteinsins, gripanúmer 1720/1879-29, er óþekktur en hann er nefndur í eignaskrám kirkjunnar frá 17. öld. Steinninn er ferhyrndur, af stærðinni 15,5 x 12,4 x 1,6 cm en brotnað hefur af einu horni hans. Steinninn er greyptur í ferhyrnda eikarumgjörð sem er 23,6 x 17,5 cm að stærð og 73 Ó Floinn 1997, bls. 264. 74 Lynn 1984, bls. 26. 75 Sama heimild, bls. 27. 76 Matthías Þórðarson 1912, bls. 18.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.