Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 125
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS124
líklega af erlendum uppruna. Á þeim tíma var ekki búið að greina steininn
en það var gert síðar og hann greindur sem porfýr fyrir útgáfu bókarinnar
Reykholt: Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Iceland.110
Gripurinn er úr egypskum rauðum porfýr og hefur dulkornóttan dökk-
rauðan grunnmassa með litlum ljós‒bleikhvítum dílum sem eru frá 0,5 til 4
mm.111 Gripurinn er ílangur og jafn þykkur og hann er breiður, 3,5 x 0,9 x
0,9 cm að stærð og vegur 9 gr. Þykkt og breidd steinsins minnkar í styttri
endana og er við þá enda um 0,7 sm.112 Hann er slípaður á öllum hliðum
nema í báða stystu endana þar sem hann er tilhöggvinn en þar eru bríkur,
líklega til festingar.113 Ummerki virðast vera um járnryð í annan endann.
Bent hefur verið á sameiginleg einkenni þessa steins og steinanna úr Viðey
(1987-413-6267, 1987-413-6265, 1987-413-57634, 1987-413-45135) en
hann er ílangur og af svipaðri stærð og þeir þó að þeir hafi ekki ummerki
um festingar í báða enda líkt og gripurinn úr Reykholti.114 Reykholt er einn
af elstu kirkjustöðum landsins og má rekja leifar Reykholtskirkju aftur til
110 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 20; Guðrún Sveinbjarnardóttir 2012, bls. 156.
111 Sólveig Guðmundsdóttir Beck 2018.
112 Sarpur 2018, 2001‒26‒25.
113 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 20‒21.
114 Sama heimild, bls. 20‒21; Sarpur 2018, 2001‒26‒25.
Mynd 9: Gripur nr. 2001-26-25 úr Reykholti í Borgarfirði. Þetta er eini rauði porfýrgripurinn sem hefur fundist
hérlendis og verið greindur með vissu. Ljósmynd höfundar.