Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 138
137FERÐASAGA MÓSAÍKFLÍSA – PORFÝRSTEINAR Á ÍSLANDI
fundur porfýrstauta opni á f leiri túlkunarmöguleika, sbr. hina fjölbreyttu
fræðilegu umræðu um fyrrnefnda gripi, heldur en porfýrplötur sem hafa
nær einungis verið túlkaðar sem altarissteinar eða ferðaölturu. Fundur
áðurnefnds brýnis úr porfýr í Orkneyjum179 samsvarar til að mynda þeirri
kenningu vel að notkun á porfýr hafi ekki einskorðast við messuhald
heldur gæti steingripur úr harðri bergtegund líkt og porfýr geta nýst í
ýmsum tilgangi.
Uppruni íslensku porfýrsteinanna
Þó að ýmsar kenningar séu uppi um notkun porfýrsteina í Norðvestur-
Evrópu eru fræðimenn á einu máli um að uppruna steinanna megi
rekja til rómverskra gólf- og veggskreytinga sökum stærðar þeirra og
lögunar.180 Sumir steinarnir bera ummerki sögunar eða slípunar á samsíða
f lötum sínum.181 Pliníus eldri lýsti í verki sínu Naturalis Historia hvernig
marmari var sagaður í plötur í fornöld en notast var við fíngerðan sand,
oft innf luttan, sem auðveldar söginni að saga sig í gegnum steininn sem
var síðan slípaður.182 Má ætla að íslensku porfýrgripirnir hafi upprunalega
verið unnir á þann hátt.
Vel má tengja hin ólíku form íslensku porfýrsteinanna við gólf- og
veggskreytingar úr porfýr en í ýmsum skreytingum í Cosmedin‒gólfum
gerðum á miðöldum má til að mynda finna hin ólíku form íslensku
porfýrgripanna, svo sem sporöskjulaga form altarissteinsins frá Hvammi
(sjá mynd 19) eða ílangt form porfýrsteinanna úr Viðey og Reykholti.183
Cosmedin‒gólf eru talin hafa verið gerð úr endurnýttum porfýrsteini, oft
úr rómverskum opus sectile skreytingum, jafnvel án nokkurrar breytingar á
lögun steinsins.184
Sten Tesch hefur bent á svokallaða marmaraborða í rómverskum
veggskreytingum í Köln til samanburðar við græna porfýrsteina frá
Sigtuna og telur hann að sumir steinanna gætu hafa verið teknir úr slíkum
veggskreytingum og notaðir án þess að þeir væru unnir frekar.185 Telur
hann að sumir íslensku altaris steinarnir gætu hafa haft sama upp runa, svo
179 National Museums Scotland – Collection Database: X.AL 20.
180 Lynn 1984, bls. 27; Tesch 2007, bls. 53–54; Bracker–Wester 1975, bls. 125.
181 Lynn 1984, bls. 19.
182 Pliníus eldri 1855, bók XXXVI, kafli 9.
183 Tesch 2014.
184 Del Bufalo 2010, bls. 168.
185 Tesch 2014.