Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Blaðsíða 159
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS158
mannanöfn sem virðast algeng í örnefnum – t.d. Bolli eða Torfi – hins vegar
sjaldgæf sem heiti á fornum persónum (þó vissulega bregði þeim fyrir líka).
Þetta getur hæglega verið tilviljun um hvert einstakt nafn, en þegar horft er
á nafnaforðann í heild krefst misræmið skýringar. Þegar Þórhallur gengur
á röðina, t.d. hina ýmsu „Bollastaði“ og „Torfastaði“, og sér í örnefnunum
eitthvað allt annað en mannanöfn, þá sannar þessi tíðniathugun ekkert um
uppruna hvers einstaks heitis. En hún bendir sterklega til þess að einhverjar
slíkar skýringar eigi iðulega rétt á sér. Og styður þar með það sem kalla má
kjarna náttúrunafnakenningarinnar.
Fleira en menn eða náttúra
Þórhallur Vilmundarson talaði um náttúrunafnakenningu og tef ldi henni gegn
því sem hann kallaði mannanafnakenningu eldri rannsókna. Síðara hugtakið
á einkum við um staða-nöfn, en um þau (bæði á Íslandi og víðar á Norður-
löndum) höfðu fræðimenn haft fyrir leiðsögutilgátu að þau væru yfirleitt
kennd við ein staklinga, dregin af nafni þeirra eða viðurnefni, og skyldi í
lengstu lög reyna að greina eitthvað slíkt í torkennilegum nöfnum. Þór hallur
hafnaði slíkum skýringum og fylgdi gagnstæðri leiðsögutilgátu, sem þó var
ekki, þegar að er gáð, eins bundin við náttúrunöfn og heitið gefur til kynna.
Stóra nýmælið í kenningu Þórhalls var hve mjög hann tortryggði örnefna-
skýringar fornrita, einkum Landnámu og Íslendingasagna. Ekki einungis ör-
nefni sem áttu að vera dregin af nöfnum manna (eins og Skorradalur og
Flóka dalur, eða Geir(s)hólmur í Hvalfirði) og viðurnefnum (Tálknafjörður),
heldur hin ekki síður sem áttu að tengjast einstökum atvikum. Eins og að
Dögurðarnes heiti þar sem tiltekinn hópur fólks át dagverð, hvort sem það eru
óvinir Hólmverja í Harðar sögu eða landnámsleiðangur Unnar djúp úðgu í
Laxdælu – Unnar sem sama dag týndi kambi sínum þar sem „heitir síðan
Kambsnes“. Hvað þá að búfjárrán Hólmverja hafi, eins og Harðar saga vill
vera láta, getið af sér örnefnin Geldingadragi (þar sem Hörður dró tvo forystu-
sauði á undan fjárrekstri) og Kúhallardalur (af því „að nautin hölluðust þar frá
þeim“).
Ef leiðsögutilgáta Þórhalls var sú að slíkar skýringar væru yfirleitt
rangar, hvað átti þá að koma í staðinn? Stundum hreinar náttúruskýringar,
dregnar af hinu sýnilega landslagi. Skýringar eins og Seyðisfjörður af seyði,
Tálknafjörður og Kambsnes af klettum sem minntu á tálkn eða kamb. En líka
það sem kalla mætti afstöðuskýringar, eins og að Njarð-nöfn tákni eitthvað
sem er nær en annað og Hálfdanar-nöfn stað þar sem fjölfarin leið er hálfnuð;