Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 171
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS170
landnytjar. „Einkennandi“, það þarf ekki að vera nein algild regla. Örugglega
til líka, eins og ég hafði hér rétt áðan eftir Þórhalli sjálfum, að örnefni hafi
verið leidd af mannanöfnum. Sjálfsagt til líka að landnámskynslóðin hafi
f lutt til Íslands staðanöfn úr sínum heimahögum, hver sem frummerking
þeirra kann að hafa verið (og hvort sem þau voru upphaf lega norræn eða
keltnesk: gelísk eða bresk). En náttúru- og nýtingarnöfn hafa verið mjög
algeng í elsta lagi íslenskra örnefna, m.a. sem bæjanöfn.
Í öðru lagi er ljóst af rannsóknum Þórhalls að náttúru- og nýtingarnöfn
hafa iðulega verið endurtúlkuð og fengið þá skýringu að vera dregin af
mannsnafni eða atviki. Stundum voru örnefnin sjálf aðlöguð þannig að
þau hæfðu betur hinni nýju skýringu. Þetta þarf ekki að rekja til neins
samsæris um vísvitandi sögufalsanir heldur ágiskana og misminnis. Og þá
misminnis af því tagi sem jafnan ræður þróun efnis í munnlegri geymd,
þar sem þær upplýsingar verða lífseigastar sem tengja má við sögulega
atburðarás, og þar sem rýrar sagnir eða hálfgleymdar þiggja efnisatriði frá
vinsælum sögnum og viðurkenndum. Greinilega hefur það verið vinsælt
og viðurkennt frásagnaratriði að tengja persónur og atvik við örnefni
sögusviðsins. Einhverjar slíkar sagnir hafa verið sannar frá upphafi, aðrar
myndaðar eftir fyrirmynd þeirra, og síðan enn f leiri þegar fólk fór að halda
að það hefði einmitt verið dæmigerð aðferð landnámskynslóðarinnar að
mynda örnefni eftir eigin nöfnum og atvikum úr lífi sínu.
Í þriðja lagi er sýnt af rannsóknum Þórhalls að þessi sagnaþróun hefur
byrjað mjög snemma, svo að hennar sér rækilega stað í fornritum. Svo
rækilega að hennar hlýtur að hafa gætt þegar í elstu gerð Landnámu.
Um þessar alhæfingar get ég tekið undir með Kristjáni Eldjárn, „játað
það glaður“ að ég sé sannfærður um gildi kenningarinnar.
En einstöku skýringarnar?
Til að draga þessar ályktanir er nóg að sumar örnefnaskýringar Þórhalls
séu mjög sannfærandi, margar þeirra líklegar og þorri þeirra a.m.k.
hugsanlegur. Um mat á hverri einstakri skýringu er eðlilegt að fólk greini
á. Þá verður samt að skoða hið einstaka í ljósi heildarinnar. Að *Bolastaðir
geti breyst í Bollastaði er t.d. bara mögulegt, ekki endilega líklegt. Líklegra
þó þegar Þórhallur bendir á að einhver af Kolla-örnefnunum geti á sama
hátt verið ummynduð út *Kola-, kennd við viðarkolagerð. Breytingin er
ekki fyrirsjáanleg, ekkert hljóðlögmál, en þó líklegri ef hún hefur orðið
með sama hætti í mismunandi nöfnum. Eins um *Hunnarholtið sem ég