Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Side 194
193ELDGJÁRGOS OG LANDNÁMSGJÓSKA
Í rannsókn Oppenheimers og félaga var NEEM-2011-S1 kjarninn skoð-
aður vandlega, einkum sá hluti hans sem talinn er vera frá 8. öld til 10. aldar.
Þar fundu þeir félagar brenni steins topp og gjósku korn frá svo kölluðu Þús-
aldar gosi í eldfjallinu Changbaishan, sem er á landa mærum Kína og Norður
Kóreu. Þar hófst stórgos í árslok 946 sem skildi eftir fyrr greind merki í Græn-
lands ísnum.17 Gossins er getið í fornum annálum frá Kóreu og Japan. Miklu
stærri brenni steins toppur var þó í ísnum rúmum sjö árum fyrr, þ.e. frá fyrri-
parti ársins 939 (3. mynd). Þennan topp tengja þeir Eldgjá með þeim rökum
að svipaður toppur kemur fram á nánast sama stað í GISP2 ískjarnanum frá
Græn landi og þar hefur fundist gjóska sem talin er frá Eldgjá.18
Trjáhringir. Trjáhringatímatalið hefur verið að þróast og styrkjast á síðari
árum, ekki síst eftir að ummerkin um sólaratburðinn árið 775 komu í ljós, sem
hafa gert mönnum kleift að samræma tímatalið um heim allan. Til fróðleiks
má geta þess að elsti viðburður Íslands sögunnar sem hægt er að tímasetja
upp á ár byggir á þessu. Það er Markar f ljótshlaup sem varð veturinn 822-
823 en það kaffærði og drap skóginn í Drumbabót.19 Vitnis burður trjáhringa
um stórgos stafar mest af loftslagsáhrifum og kuldatíð einkum að sumarlagi
vegna minni inngeislunar sólar og birtist fyrst og fremst í hægari vexti
trjágróðurs í kjölfar þeirra og rýrnun á ár hringjum. Trjáhringatímatalið
sýnir að sumarið 940 var verulega kalt í Skandinavíu, Miðevrópu, Miðasíu,
Alaska og víðar og jafnast á við sumarið eftir Skaftárelda þ.e. sumarið 1784
(ef sumar skyldi kalla). Þetta kenna menn Eldgjárgosinu.
Annálar. Vitnisburður annála er á sömu nótum og trjáhringarnir,
sumarið 940 var mjög kalt, uppskerubrestur og hungur víða um lönd
og sumir evrópskir annálar nefna roða á sól. Til gamans má geta þess
að strax árið 1997 birtu McCarthy og Breen grein um rannsókn sína á
stjörnufræðilegum athugunum í írskum annálum.20 Þar slá þeir því fram að
Eldgjá hafi gosið 939. Í annálnum segir í málsgrein um árið 939. „Sólin var
rauð sem blóð frá morgni og fram á miðjan dag daginn eftir“. Þetta telja
þeir félagar vera lýsingu á gosmóðu.
Að öllu samanlögðu, vitnisburði ískjarna, trjáhringa og annála, er
niðurstaðan sú að gos hafi hafist í Eldgjá vorið 939 og staðið að minnsta
kosti fram á haust 940. Athyglisvert er að það eru engin skekkjumörk á
þessari tímasetningu í grein þeirra Oppenheimers. Vilji menn samt sem
áður velta fyrir sér skekkjumörkum teljast þau í mánuðum en ekki árum.
17 Oppenheimer o.fl. 2017, bls. 164.
18 Zielinski o.fl. 1995.
19 Büngten o.fl. 2017, bls. 783.
20 McCarthy og Breen 1997.