Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 204

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 204
203RITDÓMUR: LEITIN AÐ KLAUSTRUNUM að ábótalaust hafi verið á Munkaþverá þessi átta ár. Í Prestssögu Guðmundar góða greinir Kolbeinn Tumason frá því að Þverárábóti hafi verið viðstaddur höfðingjamót þann 1. september 1201 þar sem Magnús Gissurason og Guðmundur Arason voru tilnefndir til Hólabiskups. Engin ástæða er til að rengja þessa heimild sem líklega á við Orm Skeggjason (sem var ábóti á Munkaþverá til 1212). Óljóst er hvers vegna Munkaþverárklaustur þurfti aðhalds við um það leyti sem Guðmundur Arason tók við biskupsstóli en langsótt er að tengja þetta við afstöðu ‘ættarveldanna’ gagnvart eldri klaustrum. Líklegra er að Guðmundur biskup hafi sent Sigurð Ormsson til klausturs til að minna munka á hver réði nú í Hólabiskupsdæmi og, eins og Magnús Stefánsson kemur að, til að losna a.m.k. tímabundið við staðarhaldarann á Hólum (Saga Íslands II, bls. 123). Þessi gjörð er reyndar forspeglun þess þema sem verður einkar áberandi á fjórtándu öld, það er að biskupar láti munka vita að þeim sé ekki fyllilega treystandi til að reka klaustrin sjálfir. Inn í þessa kenningu um ‘alþjóðlegu klaustrin’ sem stofnuð voru fyrir staðamál fyrri og ‘klaustur ættarveldanna’ sem risu eftir dauða Þorláks biskups er þættað bókagerð. Erfitt er að finna traustan grunn í kenningu höfundar á þessu sviði, a.m.k. eins og hún er kynnt til hér. Þingeyraklaustur var samkvæmt kenningunni eitt af fjórum klaustum sem stofnuð voru í alþjóðlegum anda, þ.e. fyrir staðamál fyrri þegar klausturhald á Íslandi ‘var augljóslega í uppnámi’ (bls. 462). Þessu samkvæmt komst Þingeyrarklaustur (og Þykkvabæjarklaustur) ‘aldrei beinlínis undir vald höfðingja og héldu þau svo til óáreitt áfram að starfa fyrir Rómarkirkju. Þau voru enn fremur meðal þeirra vopna sem páfi beitti fyrir sig í valdabaráttunni á Íslandi. Frá Þingeyraklaustri komu alla tíð margir mikilsvirtir klerkar, sem síðar leiddu kirkjuvaldstefnuna í landslög, og frá Þingeyraklaustri streymdu helgiritin’ (bls. 519). Sem sagt Þingeyraklaustur starfaði fyrir páfann með ritun helgisagna (hvernig svo sem þetta má skilja). Þessa fullyrðingu er erfitt að sætta við aðra fullyrðingu fyrr í ritinu, þ.e. að Þingeyramunkar hafi haldið ‘uppi fullri framleiðslu á áróðri meðan á staðamálum stóð og það á íslensku’ (bls. 462). Hér er ályktað að höfðingjar hafi ákveðið að halda starfsemi klaustursins ‘óbreyttri áfram af því að þá gátu þeir fært sér í nyt bókmenntalega iðju munkanna þar til framleiðslu - í eigin þágu.’ Sagt er að Þingeyramunkar hafi kosið að rita á íslensku ‘líklega til þess eins að koma boðskap andstæðinga alþjóðlegrar kirkju til ólærðra manna innanlands’ (ibid). Erfitt er að skilja hvað hér er átt við. Í fyrsta lagi er rétt að spyrja hvaða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.