Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2019, Page 204
203RITDÓMUR: LEITIN AÐ KLAUSTRUNUM
að ábótalaust hafi verið á Munkaþverá þessi átta ár. Í Prestssögu Guðmundar
góða greinir Kolbeinn Tumason frá því að Þverárábóti hafi verið viðstaddur
höfðingjamót þann 1. september 1201 þar sem Magnús Gissurason og
Guðmundur Arason voru tilnefndir til Hólabiskups. Engin ástæða er til
að rengja þessa heimild sem líklega á við Orm Skeggjason (sem var ábóti
á Munkaþverá til 1212). Óljóst er hvers vegna Munkaþverárklaustur þurfti
aðhalds við um það leyti sem Guðmundur Arason tók við biskupsstóli
en langsótt er að tengja þetta við afstöðu ‘ættarveldanna’ gagnvart eldri
klaustrum. Líklegra er að Guðmundur biskup hafi sent Sigurð Ormsson
til klausturs til að minna munka á hver réði nú í Hólabiskupsdæmi og,
eins og Magnús Stefánsson kemur að, til að losna a.m.k. tímabundið við
staðarhaldarann á Hólum (Saga Íslands II, bls. 123). Þessi gjörð er reyndar
forspeglun þess þema sem verður einkar áberandi á fjórtándu öld, það er
að biskupar láti munka vita að þeim sé ekki fyllilega treystandi til að reka
klaustrin sjálfir.
Inn í þessa kenningu um ‘alþjóðlegu klaustrin’ sem stofnuð voru fyrir
staðamál fyrri og ‘klaustur ættarveldanna’ sem risu eftir dauða Þorláks
biskups er þættað bókagerð. Erfitt er að finna traustan grunn í kenningu
höfundar á þessu sviði, a.m.k. eins og hún er kynnt til hér. Þingeyraklaustur
var samkvæmt kenningunni eitt af fjórum klaustum sem stofnuð voru í
alþjóðlegum anda, þ.e. fyrir staðamál fyrri þegar klausturhald á Íslandi ‘var
augljóslega í uppnámi’ (bls. 462). Þessu samkvæmt komst Þingeyrarklaustur
(og Þykkvabæjarklaustur) ‘aldrei beinlínis undir vald höfðingja og héldu
þau svo til óáreitt áfram að starfa fyrir Rómarkirkju. Þau voru enn fremur
meðal þeirra vopna sem páfi beitti fyrir sig í valdabaráttunni á Íslandi. Frá
Þingeyraklaustri komu alla tíð margir mikilsvirtir klerkar, sem síðar leiddu
kirkjuvaldstefnuna í landslög, og frá Þingeyraklaustri streymdu helgiritin’
(bls. 519).
Sem sagt Þingeyraklaustur starfaði fyrir páfann með ritun helgisagna
(hvernig svo sem þetta má skilja). Þessa fullyrðingu er erfitt að sætta við
aðra fullyrðingu fyrr í ritinu, þ.e. að Þingeyramunkar hafi haldið ‘uppi fullri
framleiðslu á áróðri meðan á staðamálum stóð og það á íslensku’ (bls. 462).
Hér er ályktað að höfðingjar hafi ákveðið að halda starfsemi klaustursins
‘óbreyttri áfram af því að þá gátu þeir fært sér í nyt bókmenntalega iðju
munkanna þar til framleiðslu - í eigin þágu.’ Sagt er að Þingeyramunkar hafi
kosið að rita á íslensku ‘líklega til þess eins að koma boðskap andstæðinga
alþjóðlegrar kirkju til ólærðra manna innanlands’ (ibid).
Erfitt er að skilja hvað hér er átt við. Í fyrsta lagi er rétt að spyrja hvaða