Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 134
132
Vil ég því nú nota tækifærið til þess að geta þeirrar skoðunar nokkuð.
Skoðaðar voru alls 1884 kjallaraíbúðir. í þessum íbúðum bjuggu alls
6085 manns, þar af 1655 börn. Skoðunarmenn skiptu íbúðum þessum
í 5 flokka, þannig: G,óðar, sæmilegar, lélegar, mjög lélegar og óhæfar.
Að þeirra dómi áttu 253 íbúðir að vera góðar, é88 sæmilegar, 710 lé-
legar, 149 mjög lélegar og 84 óhæfar. Braggaíbúðir voru skoðaðar sam-
tals 326, og bjuggu í þeim samtals 1303 manns, þar af 511 börn.
Þessar íbúðir voru flokkaðar á sama hátt, og töldust 14 ibúðir góðar,
84 sæmilegar, 139 lélegar, 70 mjög lélegar og 19 óhæfar. Hagfræð-
ingur bæjarins sendi mér síðan allar þessar skoðunargerðir með bréfi,
dags. 9. ágúst, með þeim tilmælum, að ég samkvæmt þeim úrskurðaði,
hverjar af þessum íbúðum væru heilsuspillandi, sbr. 28. gr. laga nr.
44 frá 7. maí 1946. Nú voru skoðunargerðir þessar þannig úr garði
gerðar, að ekki var mikið á þeim að byggja, enda höfðu skoðunar-
menn ekki leitað til mín eða heilbrigðisnefndar um form eyðublaða
þeirra, er þeir notuðu, og voru því allar skoðanirnar meira og minna
handahófsverk. Um lýsingarnar t. d. á braggaibúðunum var það að
segja, að víðast hvar var ómögulegt að sjá, á hvaða rökum skoðun
skoðendanna var reist, því að lýsingarnar á lélegustu og beztu bragga-
íbiiðunum voru samkvæmt skýrslunum nálega alveg eins. Sem dæmi
um ónákvæmni skoðendanna má t. d. nefna það, að braggaíbúðirnar
virtust nokkuð viða dæmdar lélegar eða óhæfar, ef þar var um raka
eða leka að ræða. Þó kom það fyrir, að íbúð, sem bæði var talin rök
og lek, var dæmd með þeim beztu, án þess að nokkrar sérstakar
ástæður væru sjáanlegar fyrir slíkri ályktun. Um skoðunina á kjall-
araíbúðunum var að mestu hið sama að segja. Þó voru þar dálitlar
upplýsingar sums staðar, svo sem um hæð. En alls staðar vantaði
að greina stærð herbergja og íbúða, sem hefði átt að vera svo ber-
sýnilegt höfuðatriði við skoðunina, að það virðist nærri óskiljanlegt,
hvers vegna það var ekki tekið með. Ég skal taka dæmi til þess að
sýna, hversu erfitt var fyrir mig að dæma eftir skoðunargerðunum,
og nefni þá Bústaðablett 19. íbúðin er 2 herbergi og eldhus; í henni
býr þrennt. Henni fylgir þvottahús; lofthæð er 2,5 m, eins og krafizt
er um íbúðir. Hún er ekki grafin i jörð nema 70 sm og gluggar 65
sm frá jörðu og snúa í suðurátt að ræktuðum garði. Enginn raki er
í ibúðinni. I henni er rafmagn og rafmagnsvél, miðstöðvarhitun, frá-
rennsli og aðgangur að salerni. Samt er þessi íbúð dæmd óhæf. Er
þá ekki von, að spurt sé livers vegnn? Þetta er aðeins eitt dæmi, tekið
af handahófi. Þó að þetta væri nú svona illa í garðinn búið, vildi ég
af allra fremsta megni stuðla að því, að skoðunin væri ekki unnin
alveg fyrir gýg, og taka úr smám saman þær íbúðir, sem ég taldi
mig geta lagt dóm á eftir þessum gögnum eða persónulegum kunnug-
leika. Fór ég svo yfir allar skoðunargerðirnar með þeim árangri, að
ég dæmdi hiklaust heilsuspillandi samkvæmt þeim litlu og lélegu
upplýsingum, sem fyrir hendi voru, 453 kjallaraíbúðir og 200 bragga-
íbúðir. Árið 1947 voru byggð hér i Reyltjavík 175 hús með 468 íbúðum.
Er þetta mikill afturkippur frá árinu á undan, því að þá var reist 201
hús með 634 íbúðum. Má því geta nærri, að húsnæðisvandræðin hafi