Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 137
135
fjölgi mjög lítið. Er þar því um aukningu og umbætur á húsnæði al-
mennings að ræða, og var sízt vanþörf, því að flest íbúðarhús verka-
manna hér voru frá því um og fyrir aldamót og næsta ófullkomin,
venjulega eldhúskytra með einu baðstofuhúsi inn af, auk einhverrar
*■ geymslu. Kot þessi voru byggð úr torfi, en baðstofa þiljuð. Þrifnaður
verður að teljast mjög sæmilegur í þessu héraði og sízt verri en í öðr-
um héruðum yfirleitt.
Sanðárkróks. Húsakynni fólks fara stöðugt batnandi, einkum í
kaupstaðnum. Á Sauðárkróki voru tekin til íbúðar 13 hús með 14
íbúðum. Ein íbúð var yfir stóru smíðaverkstæði, sem einnig var lokið
við í ár. 6 af þessum húsum voru verkamannabústaðir, samkvæmt lög-
um um þá. Allmörg hús eru í smíðum. Það hefur verið mikið byggt hér
í kaupstaðnum á síðustu árum, en samt eru alltaf húsnæðisvandræði,
enda bjó fóllc mjög þröngt áður, og fólksfjölgun hefur verið töluverð
siðast liðið ár. Það gengur seinna að bæta húsnæðið í sveitinni, en
þó voru þar byggð nokkur hús, og fleiri eru ráðgerð eða í smíðum.
Yfirleitt er illa húsað á sveitabæjum. Um þrifnað er svipað að segja
og vant er. Salerni vantar víða í sveitum og utanhússumgengni er
mjög ábótavant. Á Sauðárkróki gengur verst að losna við mykjuhaug-
ana, á meðan svo margir hafa kýr og önnur húsdýr. Með bættum
húsakynnum fer umgengni innan húss batnandi. Lúsin er enn þá allt
of algeng, og eru margir of kærulausir gagnvart þeim óþverra. Aftur
hefur á síðustu árum borið mun minna á kláða en áður var.
Hofsós. Húsakynni yfirleitt léleg. Þó eru nú í smíðum 8 einbýlishús
á Hofsósi, og er hér áreiðanlega um að ræða mestu framfarir á þessu
sviði um langan aldur, því að flestar nýbyggingar á Hofsósi hingað
til hafa verið í því fólgnar, að einum timburskúrnum hefur verið
klastrað utan á eða ofan á þá, sem fyrir voru. Nokkur vönduð ibúðar-
hús eru einnig í smíðum í sveitunum. Þrifnaði er víða mjög ábótavant.
Salerni á fáum bæjum.
Ólafsfj. Lokið var að mestu við byggingu 10 íbúða í 5 húsum (Bygg-
ingarfélag verkamanna). í hverri íbúð eru þessar vistarverur: Á efri
hæð 3 herbergi og eldhús, ásamt baði með salerni. Niðri 2 herbergi,
geymsla og þvottahús. Félagið fullgerði ekki þessi 2 herbergi niðri til
íbúðar. Það þurftu eigendur sjálfir að gera. Má næstum kalla íbúð-
irnar lúxusíbúðir, enda munu þær verða eigendum nokkuð erfiðar.
Reynslan hefur orðið sú, að flestir hafa leigt fjölskyldum herbergin
niðri, til þess að létta á ineð afborganir. Ibúðir þær, sem eigendur
verkamannabústaðanna fluttust úr, fylltust undir eins af fólki. Auk
þessara verkamannabústaða komust 2 tveggja hæða hús undir þak
,, á árinu. Þrifnaður viðlíka og áður.
Dalvíkur. Byggingarfélag verkamanna byggði 5 íbúðir. 3 íbúðar-
hús einstakra manna voru fullbyggð.
Akureijrar. Alltaf tiltölulega mikil húsnæðisekla, þrátt fyrir það, að
byggð hafa verið 45 íbúðarhús á árinu með 86 íbúðum. Byggð hefur
verið stórbygging, þar sem Hótel Gullfoss var áður, og eru í þessari
byggingu skrifstofur og ein ibúð, ásamt herbergjum, sem leigð eru út.
Grenivikur. Húsakynni fara batnandi. Byggð hafa verið á árinu 3
íbúðarhús, 2 af þeiin á Grenivík, 1 frammi i Hverfinu. Eitt þeirra