Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 229

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 229
227 á að hafa verið sýkt af hundaæði í Austfjörðum, var fyrst og fremst Lagarfljót, þó að gert sé fyrir því, að mjög sé ofsögum sagt af því sjúk- dómseinkenni, sem orðið hefur tilefni eins heitis sóttarinnar, þ. e. ótta hinna sjúku dýra við vatn (hydrophobia). En ekki hefur þessi girð- ing haldið, því að samkvæmt frásögninni á sóttin að hafa borizt yfir i Fljótsdal og Fell og þangað næsta eftirminnilega, enda að jafnaði lít- illar varnar að vænta af Lagarfljóti að vetrinum. Næsta náttúrleg sótt- varnargirðing er hér Jökulsá á Dal og hin þriðja og sennilega þeirra heldust Jökuldalsöræfi, Smjörvatnsheiði og Hlíðarfjöll fyrir vestri og norðri, en í suðri hver fjallgarðurinn af öðrum á milli fjarða. Mikið að- hald hefur það og mátt vera að sóttinni, að meginhluti hins sýkta svæðis hefur átt kaupstaðarsókn til eins og sama verzlunarstaðar, þ. e. Reyðarfjarðar (Stóru-Breiðavikur). Hafa hin gömlu verzlunarsvæði vafalaust verið að meira eða minna leyti sjálfstæðar einingar með til- liti til útbreiðslu farsótta. Að undanteknum villtum rándýrum, þar sem þeirra er mikil mergð, og þá einkum úlfum, eru það hvarvetna hundar, sem líklegastir eru til að halda við hundaæði í löndum og' bera það langleiðis. Það er ekki eðli sóttarinnar lit af fyrir sig, heldur eðli hinna rásgjörnu rándýra, sem er flestum öðrum dýrum eiginlegra að beita kjafti og kló, er gerir þau að svo virkum smitberum sem raun ber vitni. Hér á landi gátu hundar fljótt orðið úr leik sem smitberar, þ. e. með því að veikjast mjög geyst og unnvörpum og stráfalla. „. .. þar til sú sveit varð hundlaus", segir í annálnum um Norðfjörð, þar sem sóttin á að hafa komið upp, en ef sú varð reyndin í þeirri sveit, hví hefði þá ekki átt að fara á sömu leið um allt hið sýkta svæði? Næst á eftir hundum koma refir hér til álita sem virkir smitberar hundaæðis, en bæði er, að ekki er unnt að gera ráð fyrir mikilli mergð þeira og víst gátu þeir stráfallið eigi síður en hundarnir. Þó að ekki komi til þess, að beitt sé skipulögðum sóttvörnum gegn hundaæði, verður það af sjálfu sér, að cðlileg viðbrögð manna við sótt- inni jafngilda ekki óvirkum sóttvarnaraðgerðum. Hverjum manni er það eiginlegt að verja sjálfan sig, börn sín og búfé gegn árásum grimmra hunda og annarra óargadýra, þó að engin sérstök sótthætta sé talin af árásinni, hvað þá ef grunseind vaknar um slíkt, sem fljótt verður, þegar hundaæði er á ferðinni. Frásögn annálsins staðfestir nægilega greinilega, að ekki eiga Austfirðingar að hafa gert sig að því viðundri að bregðast öðruvísi en eðlilega við hættunni. Nú verða því gefnar gætur, hvort það, sem kunnugt er um faraldurs- hætti hundaæðis, bæði almennt og sérstaklega á þeim tíma, sem sóttin er talin hafa borizt hingað til lands, geri það fremur líklegt en ólíklegt, að slíkt hafi getað átt sér stað. Þess er þá fyrst að geta, að sögum fer af hundaæði á öllum breiddarstigum heimskauta milli, hvar sem mað- ur og hundur hafa lagt leiðir sínar. Það hefnr í einn tíma eða annan stungið sér niður eða verið landlægt Iengur eða skemur í flestum lönd- um og öllum álfum heims, að hinni yngstu þeirra (Ástralíu) undan- tekinni, sein varin hefur verið fyrir þessum ófögnuði af mikilli kost- gæfni. Til eru nægar heimildir um hundaæðisfaraldra í Norðurálfu frá 13. öld, en þegar frá 12. öld er hin áður nefnda íslenzka heimild um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.